Xavier á mótorhjólinu.
sksiglo.is | Almennt | 13.05.2013 | 14:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 722 | Athugasemdir ( )
Þegar ég keyrði niður aðalgötuna á þriðjudaginn
síðasta(semsagt 7. maí) sá ég mótorhjól fyrir utan gistiheimilið Hvanneyri. Það var svolítið sérstakt að sjá
mótorhjól á þessum tíma(hjól sem ég vissi að var alveg pottþétt túristahjól).
Sá sem á hjólið heitir Xavier De Somer. Hann er á hringferð um Ísland. Og á mótorhjóli!! Þetta er æðislegt. Mig langar í svona hjól.
Daginn áður en ég hitti hann, semsagt á mánudaginn, sama dag
og hann kom til Siglufjarðar var alveg hin sæmilegasta hríð og hin albezta snjóblinda. Þetta er sko alvöru sagði hann. Að vera að djöflast
á mótorhjóli svona yfir háveturinn og það á Siglufirði.
Xavier er frá Belgíu og er búin að keyra um fleiri lönd á
mótorhjólinu. Hjólið er KTM og er hann alveg í skýjunum með það. Hann sagði að það væri mjög gott í
snjó(reyndar hló hann á eftir).
Ég fékk að taka nokkrar myndir hjá honum og svo fékk ég líka
leyfi til að setja myndbönd sem hann hefur sett á youtube inn á vefinn hjá okkur. Góða skemmtun.
Myndband.
Reykjavík - Akureyri
Myndband
Ferð sem hann fór í til Marakkó.
Athugasemdir