Hver verður framtíð fótboltavallarins við Túngötu?
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 16.04.2010 | 14:00 | | Lestrar 1426 | Athugasemdir ( )
Fjörugur íbúafundur var haldinn á Allanum í gærkveldi. Fjallabyggð boðaði til fundarins og Guðmundur Skarphéðinsson formaður skipulag- og umhverfisnefndar var fundarstjóri.
Halldór Jóhannsson, skipulagsráðgjafi hjá Teikn á lofti kynnti tillögu að breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023. Tillagan felur í sér breytingu á skilgreiningu svæðisins á milli Túngötu og Hvanneyrarbrautar annars vegar og Þormóðsgötu og Eyrargötu hinsvegar. Jafnframt kynnti hann fyrsta heilstæða aðalskipulagið fyrir sameinað sveitarfélag.
Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur á Verkfræðistofu Siglufjarðar tók til máls. Hann flutti erindi um hugsanlegar breytingar á sjávarstöðu vegna hækkunar sjávar og vegna sigs á landi. Samkvæmt rannsóknum þarf jafnvel að hækka fyrirhugað byggingarland um einn metra á næstu hundrað árum og tvo og hálfan metra á næstu tvöhundruð árum. Ljóst er að það þarf að gera viðamiklar rannsóknir á jarðlögum áður en framkvæmdir hefjast á Eyrinni. Einnig þarf að taka með í reikninginn hvaða áhrif hækkun landsvæðisins hefur á götur og önnur mannvirki í nágrenninu. Ekki er ráðlagt að byggja steinhús á þessum stað, heldur eru timburhús ákjósanlegri kostur. Timburhúsin er hægt að hækka síðar meir ef þörf krefur vegna hækkandi sjávarborðs.
Ólafur Kárason og Ingvar Hreinsson kynntu hugmyndir Golfklúbbsins um nýjan gólfvöll í Hólsdal. Hugmyndirnar eru unnar í samráði við Edwin Rögnvaldsson, golfvallarhönnuð. Almenn ánægja var meðal gesta með þetta framtak og ljóst er að ef þessi nýi golfvöllur verður að veruleika þá á hann eftir að verða mikil lyftistöng fyrir golfíþróttina og laða að „golfsjúklinga“ úr nágrannabæjarfélögunum og víðar. Tengd frétt HÉR.
Fríða Stefánsdóttir hjá Reisum.is kynnti hugmyndir að deiluskipulagi á reitunum við Túngötu og Eyrarflöt. Gert er ráð fyrir raðhúsalengjum og parhúsalengjum á einni hæð. Deiluskipulagið kostaði Reisum.is og var það unnið af Ómari Ívarssyni skipulagsráðgjafa hjá X2. Sjá tillögurnar HÉR. Tengd frétt HÉR.
Siglfirðingurinn Jón Steinar Ragnarsson, til eins árs, varpaði fram spurningum um framtíð vallarins. Hann velti fyrir sér hvort fyrirhugaðar byggingar komi til með að falla inn í núverandi bæjarmynd. Einnig hafði hann áhyggjur af framtíð og þróun miðbæjarsvæðisins. Honum fannst jafnframt einkennilegt að verktakar geti krafist breytinga á deiluskipulagi. Stórslys gæti orðið ef breytingar eru ekki auglýstar nægjanlega vel og hugmyndir eru samþykktar sem ganga þvert á vilja bæjarbúa. Hann taldi fyrirhugaðar nýbyggingar á þessum stað ekki samræmast þeim hugmyndum sem fólk hefur um framtíð bæjarins.
Örlygur Kristfinnsson benti á endalausa möguleika varðandi framtíðar notagildi vallarins. Hann gerði þrjár hraðskissur af þessu dýrmæta svæði. Fyrsta skissan sýndi nokkur gömul hús á stangli umvafin fallegum grænu svæðum. Einnig benti hann á að staðurinn væri ákjósanlegur fyrir tjörn ekki ósvipaða Ólafsfjarðartjörn með göngustígum í kring. Hann kynnti líka hugmynd Gunnsteins Ólafssonar um listaverkagarð. Einnig sýndi hann tillögu Moníku Dísar Árnadóttur. Tillögurnar eru HÉR.
Finnur Yngi Kristinsson tók til máls. Honum leist vel á hugmyndir hjá Reisum, en fannst nýju byggingarnar eiga betur heima á Flötunum. Honum fannst fyrirhugaðar byggingar ekki samræmast útliti þeirra húsa sem fyrir eru í nágrenninu. Hann hefur fulla trú á að endanlegt deiliskipulag taki á þessum málum og leitast verði eftir að ná fram heildstæðu útliti á svæðinu.
Róbert Haraldsson formaður KS furðaði sig á af hverju ekki hafi verið haft samband við forráðamenn KS vegna fyrirhugaðra breytinga. Hann benti jafnframt á brýna þörf á gervigrasvelli hér í Fjallabyggð. En þar sem völlurinn verður að vera upphitaður til að hann nýtist sem skyldi, og heitt vatn er af skornum skammti, er ólíklegt að hann verði að veruleika á næstunni. Draumurinn gæti fyrst orðið að veruleika þegar borað verður fyrir heitu vatni í Skarðsdalnum. Halldór hjá Teikn á lofti benti að völlurinn í Ólafsfirði væri ákjósanlegri kostur fyrir gervigras og fleiri litlir sparkvellir í íbúðabyggð á Siglufirði væri betri kostur.
Stóra mál fundarins var í raun framtíð vallarins. Hvað vilja íbúar fjallabyggðar sjá á þeim reit. Ljóst er að völlurinn er nánast ekkert nýttur og þörf er á að finna honum nýtt hlutverk. Áhyggjur fundarmanna voru einkum þær hvort að fyrirhugaðar byggingar muni falla að umhverfinu. Margir voru þeirrar skoðunar að hús í þessum nýja stíl eigi betur heima á Flötunum og hús í gömlum stíl á vellinum. Það er greinilegt að margir hafa sterkar skoðanir á því hver framtíð vallarins verður. Margar fyrirspurnir voru bornar fram og mismunandi sjónarmið litu dagsins ljós. Sannarlega áhugaverður fundur þar sem brýn málefni voru rædd.
Myndir frá fundinum HÉR
Halldór Jóhannsson, skipulagsráðgjafi hjá Teikn á lofti kynnti tillögu að breytingu á aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023. Tillagan felur í sér breytingu á skilgreiningu svæðisins á milli Túngötu og Hvanneyrarbrautar annars vegar og Þormóðsgötu og Eyrargötu hinsvegar. Jafnframt kynnti hann fyrsta heilstæða aðalskipulagið fyrir sameinað sveitarfélag.
Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur á Verkfræðistofu Siglufjarðar tók til máls. Hann flutti erindi um hugsanlegar breytingar á sjávarstöðu vegna hækkunar sjávar og vegna sigs á landi. Samkvæmt rannsóknum þarf jafnvel að hækka fyrirhugað byggingarland um einn metra á næstu hundrað árum og tvo og hálfan metra á næstu tvöhundruð árum. Ljóst er að það þarf að gera viðamiklar rannsóknir á jarðlögum áður en framkvæmdir hefjast á Eyrinni. Einnig þarf að taka með í reikninginn hvaða áhrif hækkun landsvæðisins hefur á götur og önnur mannvirki í nágrenninu. Ekki er ráðlagt að byggja steinhús á þessum stað, heldur eru timburhús ákjósanlegri kostur. Timburhúsin er hægt að hækka síðar meir ef þörf krefur vegna hækkandi sjávarborðs.
Ólafur Kárason og Ingvar Hreinsson kynntu hugmyndir Golfklúbbsins um nýjan gólfvöll í Hólsdal. Hugmyndirnar eru unnar í samráði við Edwin Rögnvaldsson, golfvallarhönnuð. Almenn ánægja var meðal gesta með þetta framtak og ljóst er að ef þessi nýi golfvöllur verður að veruleika þá á hann eftir að verða mikil lyftistöng fyrir golfíþróttina og laða að „golfsjúklinga“ úr nágrannabæjarfélögunum og víðar. Tengd frétt HÉR.
Fríða Stefánsdóttir hjá Reisum.is kynnti hugmyndir að deiluskipulagi á reitunum við Túngötu og Eyrarflöt. Gert er ráð fyrir raðhúsalengjum og parhúsalengjum á einni hæð. Deiluskipulagið kostaði Reisum.is og var það unnið af Ómari Ívarssyni skipulagsráðgjafa hjá X2. Sjá tillögurnar HÉR. Tengd frétt HÉR.
Siglfirðingurinn Jón Steinar Ragnarsson, til eins árs, varpaði fram spurningum um framtíð vallarins. Hann velti fyrir sér hvort fyrirhugaðar byggingar komi til með að falla inn í núverandi bæjarmynd. Einnig hafði hann áhyggjur af framtíð og þróun miðbæjarsvæðisins. Honum fannst jafnframt einkennilegt að verktakar geti krafist breytinga á deiluskipulagi. Stórslys gæti orðið ef breytingar eru ekki auglýstar nægjanlega vel og hugmyndir eru samþykktar sem ganga þvert á vilja bæjarbúa. Hann taldi fyrirhugaðar nýbyggingar á þessum stað ekki samræmast þeim hugmyndum sem fólk hefur um framtíð bæjarins.
Örlygur Kristfinnsson benti á endalausa möguleika varðandi framtíðar notagildi vallarins. Hann gerði þrjár hraðskissur af þessu dýrmæta svæði. Fyrsta skissan sýndi nokkur gömul hús á stangli umvafin fallegum grænu svæðum. Einnig benti hann á að staðurinn væri ákjósanlegur fyrir tjörn ekki ósvipaða Ólafsfjarðartjörn með göngustígum í kring. Hann kynnti líka hugmynd Gunnsteins Ólafssonar um listaverkagarð. Einnig sýndi hann tillögu Moníku Dísar Árnadóttur. Tillögurnar eru HÉR.
Finnur Yngi Kristinsson tók til máls. Honum leist vel á hugmyndir hjá Reisum, en fannst nýju byggingarnar eiga betur heima á Flötunum. Honum fannst fyrirhugaðar byggingar ekki samræmast útliti þeirra húsa sem fyrir eru í nágrenninu. Hann hefur fulla trú á að endanlegt deiliskipulag taki á þessum málum og leitast verði eftir að ná fram heildstæðu útliti á svæðinu.
Róbert Haraldsson formaður KS furðaði sig á af hverju ekki hafi verið haft samband við forráðamenn KS vegna fyrirhugaðra breytinga. Hann benti jafnframt á brýna þörf á gervigrasvelli hér í Fjallabyggð. En þar sem völlurinn verður að vera upphitaður til að hann nýtist sem skyldi, og heitt vatn er af skornum skammti, er ólíklegt að hann verði að veruleika á næstunni. Draumurinn gæti fyrst orðið að veruleika þegar borað verður fyrir heitu vatni í Skarðsdalnum. Halldór hjá Teikn á lofti benti að völlurinn í Ólafsfirði væri ákjósanlegri kostur fyrir gervigras og fleiri litlir sparkvellir í íbúðabyggð á Siglufirði væri betri kostur.
Stóra mál fundarins var í raun framtíð vallarins. Hvað vilja íbúar fjallabyggðar sjá á þeim reit. Ljóst er að völlurinn er nánast ekkert nýttur og þörf er á að finna honum nýtt hlutverk. Áhyggjur fundarmanna voru einkum þær hvort að fyrirhugaðar byggingar muni falla að umhverfinu. Margir voru þeirrar skoðunar að hús í þessum nýja stíl eigi betur heima á Flötunum og hús í gömlum stíl á vellinum. Það er greinilegt að margir hafa sterkar skoðanir á því hver framtíð vallarins verður. Margar fyrirspurnir voru bornar fram og mismunandi sjónarmið litu dagsins ljós. Sannarlega áhugaverður fundur þar sem brýn málefni voru rædd.
Myndir frá fundinum HÉR
Athugasemdir