„Allir öruggir heim“

„Allir öruggir heim“ Slysavarnadeildin Vörn fór á dögunum og gaf 4-5 ára börnum á Leikskálum endurskinsvesti. Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir

Fréttir

„Allir öruggir heim“

Slysavarnadeildin Vörn fór á dögunum og gaf 4-5 ára börnum á Leikskálum endurskinsvesti.

 

Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir öruggir heim“ sem Landsbjörg stendur fyrir í samvinnu við Neyðarlínuna, TM, HB Granda, Verkfræðiskrifstofuna Efla, ISAVIA, Hópferðamiðstöðina Trex, Valitor, Landsvirkjun, Securitas, Morgunblaðið, Arion banka, Tæknivörur, Skeljung, Umferðarstofu, Norðurál og Dynjanda.

Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af leikskólastarfi. Til að tryggja öryggi barnanna meðan á þeim stendur er mikilvægt að þau séu vel sýnileg. Þegar börnin eru öll í endurskinsvestum verða þau ekki bara sýnilegri fyrir aðra í umferðinni heldur auðveldar það leikskólakennurum og öðru starfsfólki að fylgjast með hópnum og sjá frekar ef einhver röltir frá. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring.

Það er von þeirra sem að átakinu standa að vestin muni nýtast vel í starfi leikskólans.

vestiMikael að fá sitt vesti.vestiMikael og Eiríkur

vestiTinna

vestiOg svo allir glaðir og ánægðir í nýju vestunum sínum.

 

vestiOg svo er brugðið á leiks. Smá grettukeppni.


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst