Peningarnir eru ekki til
Á Siglufirði tíðkaðist það til fjölda ára að Sparisjóður Siglufjarðar gaf litla upphæð inn á bankabók
í skírnargjöf. Þannig tóku flest börn í byggðarlaginu við guðs blessun og urðu á sama tíma meðlimir í
sparisjóða fjölskyldunni.
Þannig var það með mig og mína ættingja. Alla tíma síðan hefur Sparisjóðurinn verið hluti af lífi okkar.
Það voru því þung spor að ganga inn í Sparisjóðinn í dag. Lánastofnun sem nú hefur verið tekinn yfir af Arion banka.
Heimsókn mín var af öðrum toga en allar hinar heimsóknirnar. Ég var að loka bankareikningum mínum og fyrirtækja minna.
Starfsfólkið sem hefur sinnt okkur af alúð var niðurlútt. Það leið engum vel í nýja umhverfinu.
Þegar kom að því að taka út inneignir af bankareikningi kom í ljós að ekki var til laust fé í sparisjóðnum til
greiða út. Nokkuð sem ég hef aldrei kynnst á þeim þrjátíu árum sem ég hef stundað viðskipti. Geri ég ráð
fyrir að einhverjir hafi verið á undan mér mér til að taka út inneignir sínar. Þegar nýr sparisjóðsstjóri var krafinn
skýringa var svarað með hinum alkunna Arion hroka: “Peningarnir eru ekki til”. Þar sem áhugi minn á bankastarfsemi hefur alltaf verið
takmarkaður og ekki kunnað mikið um skyldur bankastofnana þá varð ég mjög hissa.
Ef þetta er byrjunin hjá Arion banka hvernig verður þá endirinn.
Róbert Guðfinnsson
Athugasemdir