"Rassalyftur" ?

"Rassalyftur" ? Eins og fram hefur komið áður í pistli tíðindaritara, þá leggur hann stundum leið sína í ræktina í austurbænum. Þetta er nú ekki mikið

Fréttir

"Rassalyftur" ?

Sólveig Anna Brynjudóttir
Sólveig Anna Brynjudóttir

Eins og fram hefur komið áður í pistli tíðindaritara, þá leggur hann stundum leið sína í ræktina í austurbænum. Þetta er nú ekki mikið húsnæði sem hýsir þessa ágætu starfsemi um þessar mundir. „Ræktin“ er til húsa í gömlu búningsklefunum sem reistir voru við sundlaugina árið 1944, teiknaðir af húsameistara ríkisins á þeim tíma, Guðjóni Samúelssyni. Það er því oft „þröng á þingi“ þegar vel er mætt til átaka.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur nú samþykkt fjárveitingu til viðbyggingar þessu fallega húsi á næsta ári og er það vel.

Það sem tíðindaritari vill nú deila með ykkur hér er ansi skemmtilegt tilboð sem hún Sólveig Anna Brynjudóttir er með í íþróttahúsinu hér í austurbænum. Sólveig Anna ólst upp á Sigló fyrstu árin en fluttist svo yfir í Ólafsfjörð með móður sinni. Hér býr hún í dag og starfar sem einkaþjálfari. Það sem hún býður m.a. uppá er m.a. námskeið í því sem kallað er: „Butt-lift“. Ekki það að nafnið segi manni  ekki allt um það sem hér færi fram, en tíðindaritara lék forvitni á að vita hvernig þetta gegni nú allt fyrir sig.

Það var því ekki um annað að ræða en að skella sér í einn tíma í þessu til að upplifa það aðeins á eigin skinni hvað hér væri um að ræða. Í stuttu máli er þetta svokallaðar stöðvaræfingar að ræða, þar sem keyrt er á hinar ýmsu æfingar í eina mínútu í senn og ekki bara rassalyftur. Þá er skipt yfir á næstu stöð og tekið á því á nýjan leik. Það góða við þetta er að Sólveig er til staðar og veitir okkur sem púlum leiðsögn í því hvernig rétt sé að standa að æfingunum, þannig að átakið verði rétt á líkamann og æfingarnar gagnist manni sem best.

Í stuttu máli þá var þetta var alveg hrikalega gaman og tíðindaritari mun alveg örugglega sækja fleiri tíma hjá henni Sólveigu.

Buttlift


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst