"Siglufjarðarlag" - Ojba Rasta

"Siglufjarðarlag" - Ojba Rasta Hljómsveitin Ojba Rasta sem spilar í Ólafsfirði í kvöld og í Allanum annað kvöld flytur hér lagið Gjafir jarðar:

Fréttir

"Siglufjarðarlag" - Ojba Rasta

Arnljótur með bassann
Arnljótur með bassann


Hljómsveitin Ojba Rasta sem spilar í Ólafsfirði í kvöld og í Allanum annað kvöld flytur hér lagið Gjafir jarðar:  http://www.youtube.com/watch?v=4JQagqdr1no
Það er eftir aðalsöngvara hljóimsveitarinnar, Arnljót Sigurðsson, og samdi hann það að hluta til á Siglufirði fyrir tveimur árum. Það fjallar um þá gleði og frið - og hvíld frá stórborginni - sem hann finnur hér fyrir norðan. Lagið hefur notið  vinsælda og talsvert verið leikið á útvarpsstöðvum.
Arnljótur dvaldi nokkuð á Siglufirði sem drengur og það gerðu einnig systkini hans sem einnig eru í hljómsveitinni: Unnur Malín, Vala, Gylfi og Þorvaldur.
Arnljótur heldur námskeið fyrir unglinga á Þjóðlagahátíðinni þessa dagana og nefnist það "stokkar og steinar" þar sem gerðar eru músíktilraunir með alls kyns furðuhljóðfærum sem fundin eru á förnum vegi og búin til.
-ök


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst