"Stöngin inn" hittir beint í mark

"Stöngin inn" hittir beint í mark Leiksýningin stöngin inn hefur fengið frábærar viðtökur frá því sýningar hófust en í kvöld verður fjórða sýning verksins

Fréttir

"Stöngin inn" hittir beint í mark

Myndasmiður Guðný Ágústsdóttir
Myndasmiður Guðný Ágústsdóttir

Leiksýningin stöngin inn hefur fengið frábærar viðtökur frá því sýningar hófust en í kvöld verður fjórða sýning verksins í Tjarnarborg.

Það er Ólafsfirðingurinn Guðmundur Ólafsson sem semur og leikstýrir verkinu sem er bráðskemmtilegt. Fjallar verkið um karlmenn í litlu bæjarfélagi sem eru settir í kynlífsbann af konum sínum vegna hreinlega of mikils knattspyrnuáhuga. Byggist leikritið upp á Abba lögum sem heimfærð hafa verið á verkið í íslenskum búning en alls taka 14 leikarar þátt í verkinu og fjögurra manna hljómsveit. Er þetta í fyrsta sinn sem leikfélögin í Fjallabyggð taka höndum saman frá sameiningu byggðarlaganna og vísir að góðu samstarfi.

Fleiri sýningar eru á döfinni en næstkomandi laugardag 23.mars verður fimmta sýning, sú sjötta verður síðan á Skírdag en allar sýningar hefjast klukkan 20:00

Miðapantanir eru hjá Helenu í síma 845-3216 og 466-2416.

Komið og eigið skemmtilega kvöldstund með okkur í L.Ó. og L.S. og styrkjum í leiðinni hið blómlega menningarlíf í Fjallabyggð.

Stöngin inn

Stöngin inn

Stöngin inn


Myndasmiður er Guðný Ágústsdóttir.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst