1. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross í Skarðinu

1. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross í Skarðinu Mótorklúbbur Siglufjarðar og Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar standa fyrir vélsleðamóti sem verður haldið í

Fréttir

1. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross í Skarðinu

Ljósmynd, cobolt.is
Ljósmynd, cobolt.is
Mótorklúbbur Siglufjarðar og Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar standa fyrir vélsleðamóti sem verður haldið í Skarðsdal, rétt er að taka það fram að mótið hefur engin áhrif skíðasvæðið enda allt gert með leyfi Prinsins. Reyndir brautarlagningarmenn hafa verið í Skarðinu ásamt starfsmönnum Skarðsins við að undirbúa mótið.
Á vef fjallabyggd.is er sagt að um 20 keppendur séu væntanlegir og mun keppni hefjast kl:14 á laugardaginn, áhorfendur eru velkomnir en það kostar 1.000 kr. inná svæðið en siglo.is var ekki kunnugt hvort sleðaferð á keppnisstað sé innfalin í aðgönguverði eða hvort áhorfendur verða að labba upp. Eitt er víst að það er mjög gaman að fá vélsleðamót hingað til Siglufjarðar og spennandi að sjá hvernig tekst til.

Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst