1000 Viðburður – Söfnun

1000 Viðburður – Söfnun Viðburður – Söfnun Í tilefni af því að Þórarinn Hannesson – Tóti – hefur nú komið fram 1000 sinnum til að flytja tónlist mun

Fréttir

1000 Viðburður – Söfnun

Viðburður – Söfnun 

Í tilefni af því að Þórarinn Hannesson – Tóti – hefur nú komið fram 1000 sinnum til að flytja tónlist mun hann koma sér fyrir á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði föstudaginn 6. nóv. og flytja eigið efni: lög, texta, ljóð, vísur, gamansögur o.fl.

Flutningurinn hefst kl. 12 á hádegi og stendur a.m.k. til miðnættis. Kaffi- og spjallpása verður síðasta korter hvers klukkutíma. Spilafélagar hans munu líta inn af og til og taka lagið með honum.

Sjóður til styrktar ungum fjölskyldum 

Í tengslum við þennan viðburð hefur verið stofnaður sjóður sem nýttur verður til að aðstoða ungar fjölskyldur í Fjallabyggð þar sem alvarleg veikindi hafa hvatt dyra, hvort sem það eru veikindi foreldra eða barna. Úthlutað verður árlega úr sjóðnum og mun sérstök stjórn halda utan um hann og úthlutanir hans.

Á meðan á viðburðinum stendur getur fólk kíkt inn á Ljóðasetrið, notið þess sem þar fer fram, dreypt á kaffisopa og styrkt málefnið með því að stinga aur í söfnunarbauk sem þar verður. Einnig er hægt að leggja beint inn á reikning 

1102-05-403016 kt. 211264-5359 í Sparisjóði Siglufjarðar.

  

 

Allir meira en velkomnir að líta inn


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst