112-dagurinn
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 11.02.2010 | 07:00 | | Lestrar 319 | Athugasemdir ( )
Á morgun fimmtudag 11. febrúar er 112 dagurinn og ætla sjúkraflutningamenn hér á Siglufirði að vera út í Íþróttamiðstöð. Þar munu þeir kynna sína starfsemi, bjóða uppá mælingar á blóðþrýstingi og súrefnismettun. Einnig munu þeir kynna þau áhöld sem þeir þurfa að nota við sín störf s.s. hjartastuðtæki. Þeir verða á staðnum frá kl. 16:00- 17:30.
Vil ég hvetja alla til þess að skella sér í heilsurækt og láta kanna sitt líkamsástand í leiðinni.
Kveðja Mark Duffield.
Athugasemdir