112 dagurinn á Siglufirði
sksiglo.is | Okkar fólk | 13.02.2009 | 00:02 | | Lestrar 499 | Athugasemdir ( )
Þann 11. febrúar var 112 dagurinn og af því tilefni var ýmislegt um að vera í Grunnskólanum á Siglufirði. Slökkviliðsstjóri kom í heimsókn í bæði skólahús á körfubílnum og bauð öllum nemendum og starfsfólki í eina ferð í körfunni, sjúkrabíllinn var einnig til sýnis og eins komu fulltrúar frá björgunarsveitinni Strákum á tækjum sínum og sýndu börnunum.
Fulltrúar Rauða krossins voru með fræðslu og hjúkrunarfræðingar fóru yfir það hvernig á að losa aðskotahlut úr hálsi auk þess að vera með almenna fræðslu.
Dagskrá dagsins var mjög vel heppnuð og kann skólafólk gestum dagsins bestu þakkir fyrir þeirra þátt.
þh
Fulltrúar Rauða krossins voru með fræðslu og hjúkrunarfræðingar fóru yfir það hvernig á að losa aðskotahlut úr hálsi auk þess að vera með almenna fræðslu.
Dagskrá dagsins var mjög vel heppnuð og kann skólafólk gestum dagsins bestu þakkir fyrir þeirra þátt.
þh
Athugasemdir