20 punda lax úr Fljótaá
sksiglo.is | Almennt | 06.08.2014 | 01:20 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 758 | Athugasemdir ( )
Fljótaáin er heldur
betur að lifna við núna og menn eru byrjaðir að ná stórlaxinum á fluguna.
Flóð hömluðu veiði í sumarbyrjun
í Fljótaá eins og mörgum öðrum ám norðanlands.
Um miðjan júlí
var veiðin kominn í gang og hafa veiðst nærri 60 laxar og margir stórir virðast vera á sveimi og hafa slitið taumana hjá
veiðimönnunum. Þá fór bleikjuveiðin hressilega í gang og hafa veiðst um 400 bleikjur.
Tuttugu pundarinn nú er sá stærsti sem náðst hefur í sumar og tók Rauða Frances
flugu. Öllum laxi er slappt aftur í ána.
Í síðustu viku veiddi síðan sjö ára snáði um sjö punda urriða
í Stífluvatninu á litla flugu.
Áin er
nær uppseld í sumar og aðeins tvær stangir eftir 15 – 17 ágúst. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um stangirnar
tvær 15-17. ágúst á orri@icy.is
Á
myndinni heldur Chad Pike á 20 punda laxinum. Laxinn var veiddur undir Klöpp á rauðan frances 1/2" túbu. Leiðsögumaður var Jón Heimir
Sigurbjörnsson
Athugasemdir