20. maí. Til hamingju með daginn Siglufjörður, eða er það ekki annars?
sksiglo.is | Afþreying | 20.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 630 | Athugasemdir ( )
Nú er maður í smá vafa um það hvort
maður eigi að óska Siglufirði(Siglufjarðarkaupstað) til hamingju með daginn því Siglufjörður og Ólafsfjörður eru orðið
eitt sveitafélag undir nafninu Fjallabyggð.
Ef ég hefði ekkert skrifað um Siglufjörð
þennan merkisdag 20. maí þá hefði ég líklega fengið svona eina og eina athugasemd á mig um það að ég hefði nú
átt að skrifa eitthvað um nákvæmlega þetta afmælismálefni. Hugsanlega fæ ég miklu fleiri athugasemdir yfir því að hafa
skrifað þetta á þessum hátíðardegi en þetta eru algjörlega mínar pælingar og endurspegla alls ekki mat þjóðarinnar,
Fjallbyggðinga almennt eða pólitíkusa í framboði á nokkurn hátt. Þetta eru algjörlega mínar pælingar sem ég hripa
niður, eiginlega vegna þess að ég veit ekki hvort ég á að skrifa eitthvað um afmæli Siglufjarðarkaupstaðar sem er ekki til lengur á
pappírum. Eða, er það ekki annars rétt hjá mér? En jæja, la-gó og áfram með smjörið.
Að mínu mati verður
Siglufjörður alltaf Siglufjörður og Ólafsfjörður alltaf Ólafsfjörður. Líklega munu einhverjir hugsa með sér núna að
sameiningin og sameingingarferlið á milli bæjarkjarnanna megi ekki við svona skrifum en þetta er samt sem áður líklega svona í huga okkar margra,
ef ekki bara flestra.
Ég persónulega tel að Siglufjörður og
Ólafsfjörður eigi báðir það merkilegar sögur að það verði ekki hægt og megi alls ekki slá þessi nöfn út af
borðinu og fara bara að ræða um Fjallabyggð. Líklega og vonandi er það heldur ekki pælingin í þessu Fjallabyggðar dæmi öllu
saman.
Fjallabyggð er fyrir mitt leyti einungis sameiginlega
stjórnsýsla og vonandi hagræðing fyrir íbúa þessara tveggja bæja að vinna saman. Sagan er alltaf til staðar. Sagan um Siglufjörð og
Ólafsfjörð. Þormóð Ramma og Ólaf Bekk. Sögur af þessum bæjum sem munu ekki gleymast þó svo að ég muni hreinlega ekkert
eftir því hver fann Fjallabyggð þann 11. júní árið 2006. En ég man virkilega vel eftir nokkrum myndum sem ég hef séð sem
sýna hvernig lífið var í síldinni á Sigló hér í denn.
Ég er með sameiningunni þó svo að ég
hafi nokkrum sinnum verið í vafa og tel að íbúar beggja vegna gangnanna eigi að vera miklu duglegri við það að "stubbaknúsa" hvern annan
þegar þeir hittast og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað sé sveitafélaginu Fjallabyggð fyrir beztu.
En svona í stuttu máli þá þurfti
ég nú að leyta mér upplýsinga á Wikipedia um afmæli Siglufjarðar, og það geri ég aðalega til þess að þetta
verði ekki hreinlega bara allt saman snarvitlaust hjá mér.
Samkvæmt Wikipedia hófst verslun í Hvanneyrarhreppi
árið 1788. Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað
árið 1818. Einni öld síðar,
árið 1918, fékk Hvanneyrarhreppur
kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður.
Ég vil óska gamla Siglufjarðarkaupstað og Siglfirðingum öllum innilega til hamingju með daginn.
Mynd við frétt. Gunnar Smári.
Mynd við frétt. Gunnar Smári.
Athugasemdir