25 til 27°C á Norðurlandi ?
esv.blog.is/blog/esv/ | Rebel | 05.07.2009 | 21:48 | Robert | Lestrar 261 | Athugasemdir ( )
Það eru allar forsendur til þess að hitinn komist í 25 til 27°C um miðbik Norðurlands í dag, sunnudag. Þegar þetta er skrifað laust eftir kl. 10 að morgni er hitinn strax 19 stig á stöðum eins og Siglufirði og Ólafsfirði og það vekur ætíð væntingar að heyra af 17°C kl. 06 að morgni eins og var á Torfum í Eyjafjarðarsveit í morgun.
Vindur er nægilega sterkur af SA til að halda aftur af hafgolunni, himinninn er að mestu laus við ský og sólin skín. Ekki minnstu skiptir að loftmassinn sjálfur yfir norðanverðu landinu er vel mildur. Svokölluð þykkt á milli 1000 og 500 hPa þrýstiflatanna verður um 558-559 dekametrar. Slík gildi eru nærri hitabylgjumörkum þeim sem ég sjálfur skilgreini fyrir Ísland. Kannski meira um íslenskar hitabylgjuskilgreiningar síðar.
Myndin er frá Siglufirði og fengin af vef Fjallabyggðar.
Athugasemdir