4. sæti í Skólahreysti

4. sæti í Skólahreysti Grunnskóli Siglufjarðar náði þeim frábæra árangri að lenda í 4.sæti í Skólahreysti.  Liðið fékk 44 stig, aðeins einu stigi á eftir

Fréttir

4. sæti í Skólahreysti

Fjöldi stuðningsmanna
Fjöldi stuðningsmanna
Grunnskóli Siglufjarðar náði þeim frábæra árangri að lenda í 4.sæti í Skólahreysti.  Liðið fékk 44 stig, aðeins einu stigi á eftir Háteigsskóla og tveimur stigum á eftir Foldaskóla sem lenti í öðru sæti. Það var Heiðarskóli sem sigraði með nokkrum yfirburðum eða með 55 stigum. Um 120 skólar tóku þátt að þessu sinni og 12 skólar kepptu á úrslitakvöldinu.
Arnar byrjaði keppnina með því að fara 30 upphífingar og lenti í 9 sæti.   Guðrún Ósk gerði svo  67 armbeygjur. Það eru aðeins þrjár stúlkur á landinu sem gert hafa fleiri armbeygjur en Guðrún.  Hún lenti í 3. sæti.  Arnar keppti svo í dýfum og þegar hann hætti þá var hann búinn að gera 62 og var það besti árangur hér á landi, þar til að keppinautur hans gerði 67.  Arnar átti því Íslandsmetið í u.þ.b. 20 sekúndur og  endaði því  í öðru  sæti.  Guðrún hékk í 2:45 mín í hreystigreipinu og endaði  í 6. sæti.
Eftir fjórar greinar var GS í 3. sæti, aðeins sex stigum á eftir tveimur  efstu skólunum. Spennan var í hámarki þegar Alexander og Svava fóru allra síðust á stað í hraðabrautinni þar sem þau náðu frábærum tíma 2:20 mín sem fleytti þeim í 7. sæti. Eftir langa bið voru úrslitin tilkynnt og það mátti sjá vonbrigðin á andlitum nemenda GS þegar það var ljóst að fjórða sætið var staðreynd og það munaði svo litlu að liðið næði að komast á verðlaunapall. Þetta sýnir að það er mikill metnaður í GS, en árangurinn er hreint út sagt stórkostlegur, 3. sæti í fyrra og 4. sæti nú í ár. 
Arnar, Guðrún, Alex og Svava eru án efa fyrirmyndir yngri kynslóðarinnar og árangur þeirra í Skólahreysti er eitthvað sem þau munu geyma hjá sér og segja barnabörnum sínum frá. Þau hafa lagt mikið á sig og eru að uppskera samkvæmt því. Til hamingju krakkar og til hamingju Grunnskóli Siglufjarðar. Keppendur, nemendur og kennarar vilja þakka öllum þeim sem gerðu  ferðina suður að veruleika.  Það fóru  65 nemendur suður, ásamt nokkrum kennurum og hvöttu liðið til dáða.








Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst