4ra GAGNA MÓT. Myndasyrpa

4ra GAGNA MÓT. Myndasyrpa Hjólreiðafélag Akureyrar hélt sitt árlega 4ra gangna mót í dag 17 júlí. Startað var kl. 17:00 norðan við Strákagöng og túrnum

Fréttir

4ra GAGNA MÓT. Myndasyrpa

Hjólreiðakappi suður við Langeyri
Hjólreiðakappi suður við Langeyri

Hjólreiðafélag Akureyrar hélt sitt árlega 4ra gangna mót í dag 17 júlí.

Startað var kl. 17:00 norðan við Strákagöng og túrnum líkur síðan á Akureyri.

Um 90 keppendur voru mættir, konur og karlar hjóluðu síðan rólega saman í gegnum Strákagöng og síðan er allt sett í botn alla leið til Akureyrar.

Samkvæmt upplýsingum frá mótastjóra hjólaði sá fyrsti í fyrra í mark á 2 kl. 20 mín.

Í ár má reikna með kringum 2 kl vegna meðvinds alla leið.

Það þurfti 2 ljósmyndara til að ná þessum skemmtilegu myndun af þessum reiðhjólaköppum sem þutu í gegnum bæinn á nokkrum mínútum og svo hurfu þeir allir inn í Héðinsfjarðargöng.

Nema einn sem fékk púnkteringu á Snorrabraut.

Startað var norðan við Strákagöng

Sumir eru með svaka græjur, vagna, liðstjóra og annað aðstoðarfólk.

Aðrir eru bara með þetta á þakinu á bílnum og frúin hjálpar til.

Fyrsti hópurinn komin niður í miðbæ á nokkrum mínútum.

Nokkrum sekúndum seinna þeyttust þeir framhjá Sigló Hótel.

Á leið suður Snorrabraut

Rauða liðið að nálgast Héðinsfjarðargöng

Púnkterað. Hann skipti bara um slöngu á staðnum og bað síðan um aðstoð við að fleyja þessari ónýtu. 

Myndir:
Jón Ólafur Björgvinsson
Kristín Sigurjónsdóttir

Texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

26.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst