,,Fjallabyggðarbræðingur"
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.09.2010 | 08:59 | Bergþór Morthens | Lestrar 566 | Athugasemdir ( )
Myndlistakonan Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir mun ásamt Eiríksínu Ásgrímsdóttir vera með fjórar sýningar í tengslum við opnun Héðinsfjarðarganga sem saman mynda ,,Fjallabyggðarbræðing".
Fréttamaður kíkti á vinnustofu Hrafnhildar og forvitnaðist um ,,Fjallabyggðarbræðingin".
Hrafnhildur sem útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistaskóla Akureyrar árið 2009 hefur komið sér vel fyrir á Ólafsfirði og vinnur nú hörðum höndum að undirbúning sýningar vegna vígslu ganganna.
Hugmyndin hjá þeim stöllum er að bræða saman Video og málverk og fáum við að sjá útkomuna í Ráðhússal Siglufjarðar 2. október.
Hrafnhildur er að vinna útfrá fjöllunum sem umlykja bæjarhlutana, í dag skilja þau okkur að en með tilkomu ganganna munu þau sameina okkur í Fjallabyggð.
Pælingin er svo að steypa málverkunum og videoverkum saman í einn ,,Fjallabyggðarbræðing". Þetta eru spennandi pælingar hjá listamönnunum og gaman verður að sjá hvernig til tekst.
Í tengslum við ,,Fjallabyggðarbræðingin" verða einnig flutt Hljóðljóð og gjörningurinn ,,Fjöll" í Héðinsfirði við vígslu ganganna. Kórar og íbúar munu kalla upp örnefnin á svæðinu auk þess sem sungið verður.
Videoverki verður kastað upp á húsveggi opinberra bygginga á Siglufirði og í Ólafsfirði. Heimildamyndin ,, Fjörðurinn okkar" sýnd í sitthvorum bæjarkjarna.
Það verður semsagt nóg í boði fyrir menningarþyrsta þegar kemur að vígslu ganganna. Það eru spennandi tímar framundan og nóg verður að sjá og gera.
Fréttamaður kíkti á vinnustofu Hrafnhildar og forvitnaðist um ,,Fjallabyggðarbræðingin".
Hrafnhildur sem útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistaskóla Akureyrar árið 2009 hefur komið sér vel fyrir á Ólafsfirði og vinnur nú hörðum höndum að undirbúning sýningar vegna vígslu ganganna.
Hugmyndin hjá þeim stöllum er að bræða saman Video og málverk og fáum við að sjá útkomuna í Ráðhússal Siglufjarðar 2. október.
Hrafnhildur er að vinna útfrá fjöllunum sem umlykja bæjarhlutana, í dag skilja þau okkur að en með tilkomu ganganna munu þau sameina okkur í Fjallabyggð.
Pælingin er svo að steypa málverkunum og videoverkum saman í einn ,,Fjallabyggðarbræðing". Þetta eru spennandi pælingar hjá listamönnunum og gaman verður að sjá hvernig til tekst.
Í tengslum við ,,Fjallabyggðarbræðingin" verða einnig flutt Hljóðljóð og gjörningurinn ,,Fjöll" í Héðinsfirði við vígslu ganganna. Kórar og íbúar munu kalla upp örnefnin á svæðinu auk þess sem sungið verður.
Videoverki verður kastað upp á húsveggi opinberra bygginga á Siglufirði og í Ólafsfirði. Heimildamyndin ,, Fjörðurinn okkar" sýnd í sitthvorum bæjarkjarna.
Það verður semsagt nóg í boði fyrir menningarþyrsta þegar kemur að vígslu ganganna. Það eru spennandi tímar framundan og nóg verður að sjá og gera.
Athugasemdir