Á ferð um landið á tveim gömlum Massey Ferguson
Þeir Karl Friðriksson og Grétar Gústavsson sem eru á ferð um landið á tveim gömlum Massey Ferguson traktorum gistu hér á Siglufirði sl. nótt.
Þeir voru saman í sveit á bænum Valdarási í Húnaþingi frá fimm ára aldri fram á unglingsár og unnu ýmis sveitastörf.
Draumurinn um ferðina kviknaði þegar þeir þeir byrjuðu að vinna í viðgerð á traktornum (árgerð 1963) sem er annar fararskjótinn þeirra í ferðinni
Félagarnir ákváðu að nota tækifærið um leið og þeir létu þennan 50 ára draum rætast og leggja góðu málefni lið.
Þeir safna áheitum í gegnum símanúmerið 904 1900, fyrir 500 krónur, en ágóðinn rennur til Vináttu – forvarnarverkefnis Barnaheilla gegn einelti í leikskólum.
Mynd lánuð frá myndadagbók Björns Valdimarssonar: http://bjornvald.is/diary-2015/
Mynd og texti: Björn Valdimarsson
Athugasemdir