Á Rauðu Byltingarplani

Á Rauðu Byltingarplani Í síðasta mánuði varði ung Siglufjarðarmær BA ritgerð við Háskóla Íslands.Anita Elefsen sem margir kannast við fyrir öflugt starf

Fréttir

Á Rauðu Byltingarplani

Róbert Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson
Í síðasta mánuði varði ung Siglufjarðarmær BA ritgerð við Háskóla Íslands.
Anita Elefsen sem margir kannast við fyrir öflugt starf við Síldarmynjasafnið réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún dregur fram í dagsljósið tilraun kommúnista árið 1930 til að breyta eðli rekstrar síldarverkunnar á Siglufirði með rekstri á síldarplani eftir eigin hugmyndafræði. Sú tilraun varð til í framhaldi af stofnun Síldareinkasölu Íslands. Þetta voru ekki fyrstu né síðustu átökin þar sem tekist er á um hugmyndafræði  kommúnismans og kapítalismans. Hvorum sé treystandi hinni frjálstu samkeppni eða miðstýrðri ákörðunartöku.
Þegar þessi tilraun var gerð hafði síldariðnaðurinn tekið á sig áföll þegar offramboð varð á síldarafurðum inn á markaðinn í Evrópu. Lausnin átti að koma með stýringu framboðs. Eftir tveggja ára rekstur varð einkasalan gjaldþrota.   
Það kom ekki á óvart að frá þessari glaðlegu stúlku kæmi lifandi frásögn í léttum texta.  Til hamingju Anita.

Róbert Guðfinnsson

Á þessari slóð má nálgast lokaritgerð Anitu:
http://skemman.is/stream/get/1946/11505/28579/1/BA.AnitaElefsen.pdf





Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst