Á skíðum árið 1932
sksiglo.is | Fróðleikur | 08.02.2010 | 18:05 | | Lestrar 1213 | Athugasemdir ( )
Ævintýraferðir ungra drengja, frásagnir frá árinu 1932
Minnisbrot aldraðs manns frá æskuárum á Siglufirði.
1:) Valinn staður fyrir skíðaskála
Í byrjun ársins 1932 komu nokkrir áhugamenn um skíðaíþrótt saman, og réðu til Siglufjarðar af frumkvæði Guðmundar Skarphéðinssonar, norskan skíðamann að nafni Helga Torvö.
Á Siglufirði var búinn að vera mikill áhugi fyrir íþróttinni frá fyrri tíð, og haldin höfðu verið keppnismót í göngu og einnig í brekkuskíði (brun) þegar hér var komið sögu.
Fljótt eftir að Torvö kom til Siglufjarðar var farið að hugsa til skálabyggingar og velja honum stað.
Einn góðvirðisdag héldu nokkrir áhugamenn með Torvö í fararbroddi til að leita staðar fyrir skála. Þetta frétti ma. Jón Þorsteinsson og var kominn á vörmu spori heim til mín til að fá mig með á eftir þeim.
Við fylgdumst með þeim fram fjörðinn, en þegar kom inn fyrir Steinaflatir var stefnan tekin á Skarðdal eins og leið liggur í Siglufjarðarskarð.
Sjálfsagt hafa þeir haldið að við piltarnir mundum snúa við í bæinn aftur. Svo fór þó ekki, við fylgdum þeim eftir alla leiðina upp á Skarðshól.
Þegar búið var að borða nestið, var haldið heim og þeir eldri fylgdust með okkur pollunum niður dalinn. Ferðin var stundum mikil, en við stóðum þetta allt án þess að detta.
Síðasta spölinn heim í bæinn, var okkur Jóni gleðiganga. Þegar við komum heim í bæinn stönsuðum við hjá Guðmundi Skarphéðinssyni sem tók mynd af hópnum.
Ferðin er á enda og tveir drengir ánægðir.
Á Skarðshólnum var síðan reistur skáli sumarið eftir og lögðu margir hönd að verki.
2:) Skíðaferð í kring um Hólshyrnuna.
Það var einn af þessum fögru vetrardögum, logn og glaða sólskin .
Nokkrir góðir skíðamenn ákváðu að fara í skíðaferð í kring um Hólshyrnuna, þessi ferð var farin á sunnudegi seinnihluta febrúarmánaðar.
Einhverja nasasjón hafði Jón Þorsteins af því að hópurinn væri lagður af stað og kom hann heim til mín með miklum eldmóði og sagði „Við skulum elta þá“
Við drifum okkur af stað, en urðum að gæta þess að þá grunaði ekki að við værum að elta þá, annars mundu þeir snúa okkur, aðeins níu og tíu ára peyjum til baka.
Við sáum þá hverfa yfir Saurbæjarháls inn í Skútudal. Þá tókum við á rás á eftir þeim og héldum stöðugt áfram í slóð þeirra.
Þeir tóku ekki eftir okkur fyrr en við vorum komnir fram fyrir Laugar, en þeir nokkuð upp í dalinn.
Þá stönsuðu þeir og tóku upp nesti og biðu eftir okkur og gáfu okkur bita, sem var vel þeginn, en við höfðum rokið af stað án nokkurs hlutar, því enginn mátti vita hvað strákpollarnir ætluðu sér.
Þegar þarna var komið fannst þeim ekki rétt að senda okkur til baka og fengum við því að halda ferðinni áfram með þeim.
Þegar í Hólsskarð var komið fórum við eftir Egginni út á Hólshyrnubrún. Það gleymist engum sem þangað kemur í björtu og góðu veðri hin tignarlega útsýn yfir fjalladali, skála og tinda allt í kring.
Aftur var haldið í Hólsskarð og eins og leiðin liggur niður í Hólsdalinn með góðu rennsli og stansað þar sem síðar stóð Skíðafell. Þar var nestið klárað og síðan haldið heim.
Fararstjóri þessarar ferðar var Vilhjálmur Hjartarson, sem tók myndir af hópnum sem í voru Bjarni Gústason Skarðdal, Sveinn Sveinsson Koti, Einar Ólafsson, Björn Ólafsson og Jón Þorsteinsson.
Höfundur frásagnanna er Siglfirðingurinn Einar Ólafsson, en hann setti þessar minningar sínar frá barnæsku niður á blað þegar hann var um sjötugt, en viðkomandi blöð með þessum frásögnum komu i ljós eftir lát Einars, en eftirlifandi kona hans kom þessu í góðar hendur til fróðleiks og varðveislu.
Minnisbrot aldraðs manns frá æskuárum á Siglufirði.
1:) Valinn staður fyrir skíðaskála
Í byrjun ársins 1932 komu nokkrir áhugamenn um skíðaíþrótt saman, og réðu til Siglufjarðar af frumkvæði Guðmundar Skarphéðinssonar, norskan skíðamann að nafni Helga Torvö.
Á Siglufirði var búinn að vera mikill áhugi fyrir íþróttinni frá fyrri tíð, og haldin höfðu verið keppnismót í göngu og einnig í brekkuskíði (brun) þegar hér var komið sögu.
Fljótt eftir að Torvö kom til Siglufjarðar var farið að hugsa til skálabyggingar og velja honum stað.
Einn góðvirðisdag héldu nokkrir áhugamenn með Torvö í fararbroddi til að leita staðar fyrir skála. Þetta frétti ma. Jón Þorsteinsson og var kominn á vörmu spori heim til mín til að fá mig með á eftir þeim.
Við fylgdumst með þeim fram fjörðinn, en þegar kom inn fyrir Steinaflatir var stefnan tekin á Skarðdal eins og leið liggur í Siglufjarðarskarð.
Sjálfsagt hafa þeir haldið að við piltarnir mundum snúa við í bæinn aftur. Svo fór þó ekki, við fylgdum þeim eftir alla leiðina upp á Skarðshól.
Þegar búið var að borða nestið, var haldið heim og þeir eldri fylgdust með okkur pollunum niður dalinn. Ferðin var stundum mikil, en við stóðum þetta allt án þess að detta.
Síðasta spölinn heim í bæinn, var okkur Jóni gleðiganga. Þegar við komum heim í bæinn stönsuðum við hjá Guðmundi Skarphéðinssyni sem tók mynd af hópnum.
Ferðin er á enda og tveir drengir ánægðir.
Á Skarðshólnum var síðan reistur skáli sumarið eftir og lögðu margir hönd að verki.
2:) Skíðaferð í kring um Hólshyrnuna.
Það var einn af þessum fögru vetrardögum, logn og glaða sólskin .
Nokkrir góðir skíðamenn ákváðu að fara í skíðaferð í kring um Hólshyrnuna, þessi ferð var farin á sunnudegi seinnihluta febrúarmánaðar.
Einhverja nasasjón hafði Jón Þorsteins af því að hópurinn væri lagður af stað og kom hann heim til mín með miklum eldmóði og sagði „Við skulum elta þá“
Við drifum okkur af stað, en urðum að gæta þess að þá grunaði ekki að við værum að elta þá, annars mundu þeir snúa okkur, aðeins níu og tíu ára peyjum til baka.
Við sáum þá hverfa yfir Saurbæjarháls inn í Skútudal. Þá tókum við á rás á eftir þeim og héldum stöðugt áfram í slóð þeirra.
Þeir tóku ekki eftir okkur fyrr en við vorum komnir fram fyrir Laugar, en þeir nokkuð upp í dalinn.
Þá stönsuðu þeir og tóku upp nesti og biðu eftir okkur og gáfu okkur bita, sem var vel þeginn, en við höfðum rokið af stað án nokkurs hlutar, því enginn mátti vita hvað strákpollarnir ætluðu sér.
Þegar þarna var komið fannst þeim ekki rétt að senda okkur til baka og fengum við því að halda ferðinni áfram með þeim.
Þegar í Hólsskarð var komið fórum við eftir Egginni út á Hólshyrnubrún. Það gleymist engum sem þangað kemur í björtu og góðu veðri hin tignarlega útsýn yfir fjalladali, skála og tinda allt í kring.
Aftur var haldið í Hólsskarð og eins og leiðin liggur niður í Hólsdalinn með góðu rennsli og stansað þar sem síðar stóð Skíðafell. Þar var nestið klárað og síðan haldið heim.
Fararstjóri þessarar ferðar var Vilhjálmur Hjartarson, sem tók myndir af hópnum sem í voru Bjarni Gústason Skarðdal, Sveinn Sveinsson Koti, Einar Ólafsson, Björn Ólafsson og Jón Þorsteinsson.
Höfundur frásagnanna er Siglfirðingurinn Einar Ólafsson, en hann setti þessar minningar sínar frá barnæsku niður á blað þegar hann var um sjötugt, en viðkomandi blöð með þessum frásögnum komu i ljós eftir lát Einars, en eftirlifandi kona hans kom þessu í góðar hendur til fróðleiks og varðveislu.
Athugasemdir