Að koma við á Nautnabelg er alveg hreint ljómandi góð skemmtun fyrir bragðlaukana
sksiglo.is | Afþreying | 28.06.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 821 | Athugasemdir ( )
Að koma við á Nautnabelg er alveg hreint ljómandi góð skemmtun fyrir bragðlaukana
Nautnabelgur er veitingastaður sem er starfræktur á Gistiheimilinu Siglunesi og er alveg hreint magnað fyrirbæri.
Ég kom við niður á Gistiheimilinu Siglunesi sem svona rétt aðeins í framhjáhlaupi framhjá Nautnabelgs skrifunum er Siglunes orðið
alveg hreint stórglæsilegt í alla staði eins og myndirnar hér að neðan sýna.
En aftur að Nautnabelgnum góða.
Nautnabelgirnir eru hjónin Halldóra Gunnarsdóttir og Hreinn Hreinsson, sem búa og starfa í 101 Reykjavík en hafa ákveðið að eyða
sumrinu hjá okkur á Sigló og vonandi fleiri sumrum.
Eins og Nautnabelgirnir segja sjálf, þá eru aðal áhersla lögð á íslenskt hráefni með áhrifum frá
miðausturlöndum, norður Afríku og miðjarðarhafi. Nautnabelgirnir sækja mikið í krydd frá þessum stöðum auk þess sem
þau tína allt það sem þau geta nýtt í krydd úr náttúru Íslands og nota það í matargerðina.
Allir þeirra réttir eru lagaðir á staðnum frá grunni og það segja þau að sé gert til að geta skilað gestum staðarins
matnum eins ferskum og mögulegt er.
Þau eru í hollustuliðinu þannig að þau nota engin aukaefni í sína matargerð.
Nýr matseðill er á hverjum degi þannig að manni eins og Ægi Eðvarðs ætti nú alls ekki að leiðast það að geta
komið við á hverjum degi til að skoða, smakka og dást að matseðlinum, en eins og flestir ef ekki allir Siglfirðingar vita þá hljómar
nánast allt sem viðkemur mat eins og mússik í eyrum hans.
Miðað við það sem þau gáfu mér að smakka get ég hiklaust mælt með því að koma reglulega við á
Nautnabelg og njóta alls þess sem belgurinn hefur upp á að bjóða.
Athugasemdir