Aðventukvöldum frestað í Fjallabyggð
sksiglo.is | Almennt | 29.11.2015 | 12:36 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 456 | Athugasemdir ( )
Ákveðið hefur verið að fresta aðventukvöldinu bæði í Ólafsfirði sem og á Siglufirði vegna veðurs og ófærðar.
Slæmt aðgengi er víðast hvar í bæjarkjörnunum vegna mikils snjós sem kingt hefur niður undanfarið.
Snjóruðningstæki berjast að fullu kappi við skaflana og hafa á endanum sigur úr bítum en á nógu er að taka.
Athugasemdir