Af fannfergi

Af fannfergi Sjálfvirki mælirinn á flugvellinum á Ólafsfirði gefur til kynna að þar hafi úrkomumagnið numið um og yfir 50 mmfrá því um miðjan dag í gær

Fréttir

Af fannfergi

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Sjálfvirki mælirinn á flugvellinum á Ólafsfirði gefur til kynna að þar hafi úrkomumagnið numið um og yfir 50 mmfrá því um miðjan dag í gær þegar ofanhríðin hófst.  Snjókoman hefur fallið lengst af nærri 5 m/s og ætti því að mælast sæmilega.

Þetta þykir mér mikið úrkomumagn ef tillit er tekið til þess að lengst af hefur frostið verið 4 til 5 stig í Ólafsfirði á meðan hríðinni hefur staðið.  Eins og kunnugt er inniheldur loft æ minni raka eftir því sem það er kaldara.  Þetta mikil úrkoma samfara N-átt í um +8°C síðla sumars sætir hins vegar vart tíðindum við utanverðan Tröllaskagann.

Nú skömmu fyrir miðnætti hefur hins vegar rofað heldur til fyrir norðan amk í bili.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst