Ágætt gengi á Costa Blanca Cup

Ágætt gengi á Costa Blanca Cup Drengirnir í 3. fl. KF taka nú þátt í Costa Blanca Cup mótinu á Benedorm. Sigur vannst í fyrsta leik gegn liði

Fréttir

Ágætt gengi á Costa Blanca Cup

3.fl.KF á Costa Blanca Cup
3.fl.KF á Costa Blanca Cup

Drengirnir í 3. fl. KF taka nú þátt í Costa Blanca Cup mótinu á Benedorm. Sigur vannst í fyrsta leik gegn liði C.D.Penaranda de Bracamonte 1-0. Því næst var leikið gegn Rottweiler, 0-1 tap var staðreynd og fréttir herma að dómgæslan hafi hallað svo mjög á okkar drengi að liðstjórinn hafi fundið sig knúinn til að kvarta í mótsstjórn sem fleiri lið frá Norðurlöndunum höfðu þá þegar gert.


 Þriðji leikurinn í riðlinum var svo leikinn í dag gegn C.F. Ciudad de Benedorm og endaði sá leikur með jafntefli 1-1. Drengirnir eru í þriðja sæti síns riðils. Þess má geta að drengirnir hafa safnað fyrir ferðinni með hinum ýmsu fjáröflunum og eru nú að uppskera frábæra tíma í 30 til 35 stiga hita á Benedorm.

Linkur á mótið er HÉR



Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst