Agnar Sveinsson valinn Íþróttamaður Siglufjarðar árið 2010
sksiglo.is | Íþróttir | 03.02.2011 | 22:53 | Siglosport | Lestrar 1038 | Athugasemdir ( )
Íþróttamaður Siglufjarðar 2010 Agnar Sveinsson ásamt dóttur sinni og forseta Kiwanisklúbbsins Skjaldar Baldri Jörgen Daníelssyni
Kiwanisklúbburinn Skjöldur kunngerði val á íþróttamanni Siglufjarðar árið 2010 í hófi á Allanum í kvöld. Guðmundur Skarphéðinsson stjórnaði athöfninni og kynnti dagskrá kvöldsins. Forseti Kiwaninsklúbbsins Skjaldar Baldur Jörgen Daníelsson tók fyrstur til máls og í ræðu sinni hvatti hann íþróttafélögin til að standa að virðingu og vegsemd iðkenda sinna.
Næst tók Guðný Helgadóttir formaður ÚÍF til máls og útskýrði hlutverk og tilgang félagsins og þakkaði þeim Kiwanismönnum fyrir frábæran stuðning við íþróttahreyfinguna hér á Siglufirði, einnig upplýsti hún að á næsta ári verði valinn íþróttarmaður Fjallabyggðar í fyrsta skiptið. Milli ræðuhalda fluttu þeir Þórarinn Hannesson og Sturlaugur Kristjánsson tónlistaratriði.
Eftir hlé kunngerði Guðmundur Skarphéðinsson hverjir væru tilnefndir úr sínum félögum til íþróttamanns Siglufjarðar fyrir árið 2010. Frá Knattspyrnufélagi Siglufjarðar í flokknum 13 - 16 ára voru það Andri Freyr Sveinsson og Kristín Júlía Ásgeirsdóttir og í 17 ára og eldri var það Agnar Sveinsson. Frá Umf. Glóa í flokknum 13 - 16 ára var það Patrekur Þórarinsson og í 17 ára og eldri var það Snævar Már Gestsson. Frá Tennis og Badmintonfélagi Siglufjarðar voru þau tilnefnd Hrafn Örlygsson og Daníela Jóhannsdóttir. Frá Hestamannafélaginu Glæsi voru þau tilnefnd Finnur Ingi Sölvason og Eva Dögg Sigurðardóttir. Frá Gólfklúbbi Siglufjarðar var tilnefndur Jóhann Már Sigurbjörnsson. Frá Íþróttafélaginu Snerpu voru tilnefndir Jónas Björnsson og Sigurjón Sigtryggsson. Frá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg var tilnefndur Jón Óskar Andrésson. Íþróttamaður Siglufjarðar árið 2010 var valinn Agnar Sveinsson knattspyrnumaður. Þórarinn Hannesson tók síðan við viðurkenningu fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsmála hér á Siglufirði. Siglo.is vill óska öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með frábæran árangur á síðastliðnu ári. Agnar Sveinsson er vel að þessari nafnbót kominn og óskar siglo.is honum og hans fjölskyldu innilega til hamingju með útnefninguna Íþróttamaður Siglufjarðar árið 2010.
Glæsilegur hópur íþróttamanna.
Bikarasafnið sem var afhent í kvöld.
Guðmundur Skarphéðinsson
Kristín Júlía og Ingibjörg móðir Andra Freys.
Snævar Már Gestsson.
Patrekur Þórarinsson.
Daníela Jóhannsdóttir og Hrafn Örlygsson.
Finnur Ingi Sölvason.
Eva Dögg Sigurðardóttir.
Jóhann Már Sigurbjörnsson.
Sigurjón Sigtryggsson og Jónas Björnsson.
Jón Óskar Andrésson.
Þórarinn Hannesson tók við viðurkenningu
Athugasemdir