Áhrif Héðinsfjarðarganga
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 22.01.2011 | 19:21 | Robert | Lestrar 853 | Athugasemdir ( )
Í dag var haldin ráðstefna um rannsóknir vísindamanna við Háskólann á
Akureyri um áhrif Héðinsfjarðar í Fjallabyggð. Út er komin vegleg bók
með niðurstöðu rannsókna áður en göngin opna sem eru ágætis viðmiðun til
að sjá hvað mun gerast. Farið var yfir mælingar um umferð til og frá Siglufirði og Ólafsfirði og
út frá kvörðum sem notaðir voru við útreikninga um Hvalfjarðargöng
notuð til að fá hugmynd um hvað gæti gerst en Jón Þorvaldur Heiðarsson
sagði þá vel geta orðið ranga en mikilvægt væri að skrá stöðuna eins og
hún var til að sjá hvort þeir nýttust. Vífill Karlsson fjallaði um
hugsanleg áhrif á fasteignamarkað og þótti ekki líklegt að verð
fasteigna hækkaði heldur fremur að fasteignir sem ekki hefðu selst myndu
gera það og hreyfing yrði meiri á markaðnum. Edward Huijbens ræddi um
frístundahús sem eru í meira mæli í Siglufirði en Ólafsfirði, þetta væru
oft hús sem eldri íbúar eða afkomendur þeirra gátu ekki selt á
viðunandi verði og ákváðu að nýta. Reiknað er með að skoða hvort það
myndi breytast.
Fram kom í máli Sonju Stelly Gústafsdóttur að íbúar Fjallabyggðar væru almennt ánægðir með heilbrigðisþjónustuna og því meira eftir því sem þeir væru eldri. Ánægja var meiri í Siglufirði en helst var að þjónustan þætti ekki nægilega fjölbreytt. Kolbeinn Stefánsson hafði rannsakað hvað Siglfirðingum þætti um Ólafsfirðinga og öfugt ásamt viðhorfi til fólks í eigin byggðarkjarna. Fram kom að menn væru almennt ánægðari með sjálfan sig en hina en engu að síður voru viðhorf jákvæð.
Björn Þorláksson fjallaði síðast um rannsókn sína með viðtölum við eldri borgara, af hverju þeir væru heima og hvernig þeir hefðu fengist við það efnahagshrun sem varð þegar síldin hvarf. Viðhorf sem komu fram voru til dæmis að þeir sem fóru vildu meira en ein sem svaraði því af hverju hún fór ekki var sú að hún vildi sofa heima hjá sér.
Í lokin ræddu þau niðurstöður ráðstefnunnar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem hafði áhuga á að sá áhrif Héðinsfjarðarganga á Eyjafjarðarsvæðið, Sigurður V. Ásbjarnarson bæjarstjóri, Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri og Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. Kom fram að þau öll voru afar ánægð með verkið og hlökkuðu til að sjá samanburð að nokkrum árum liðnum.
Fram kom í máli Sonju Stelly Gústafsdóttur að íbúar Fjallabyggðar væru almennt ánægðir með heilbrigðisþjónustuna og því meira eftir því sem þeir væru eldri. Ánægja var meiri í Siglufirði en helst var að þjónustan þætti ekki nægilega fjölbreytt. Kolbeinn Stefánsson hafði rannsakað hvað Siglfirðingum þætti um Ólafsfirðinga og öfugt ásamt viðhorfi til fólks í eigin byggðarkjarna. Fram kom að menn væru almennt ánægðari með sjálfan sig en hina en engu að síður voru viðhorf jákvæð.
Björn Þorláksson fjallaði síðast um rannsókn sína með viðtölum við eldri borgara, af hverju þeir væru heima og hvernig þeir hefðu fengist við það efnahagshrun sem varð þegar síldin hvarf. Viðhorf sem komu fram voru til dæmis að þeir sem fóru vildu meira en ein sem svaraði því af hverju hún fór ekki var sú að hún vildi sofa heima hjá sér.
Í lokin ræddu þau niðurstöður ráðstefnunnar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem hafði áhuga á að sá áhrif Héðinsfjarðarganga á Eyjafjarðarsvæðið, Sigurður V. Ásbjarnarson bæjarstjóri, Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri og Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. Kom fram að þau öll voru afar ánægð með verkið og hlökkuðu til að sjá samanburð að nokkrum árum liðnum.
Athugasemdir