Ak Extreme
AK Extreme hátíðin var haldin á Akureyri helgina 3-6 apríl. Aðalviðburður hátíðarinnar eða Eimskip Big Jump var haldin á laugardagskvöldinu og gilið var hreinlega troðfullt af fólki sem kom til að sjá keppnina.
Háum gámaturni var komið fyrir í Gilinu og renndu keppendur sér niður úr gámaturninum og á stökkpallinn og sýndu listir sínar.
Keppt var í þremur flokkum en það var snjóbrettaflokkur, skíðaflokkur og vélsleðaflokkur.
Viktor Helgi Hjaltason sigraði snjóbrettaflokkinn.
Björn Ingason sigraði skíðaflokkinn
Jónas Stefánsson sigraði vélsleðaflokkinn.
Athugasemdir