Álftirnar okkar.
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 06.05.2010 | 17:04 | | Lestrar 598 | Athugasemdir ( )
Þær eru að vísu aðeins tvær álftirnar sem tekið hafa sér fasta bólsetu á Siglufirði, þó svo að annað slagið sjáist fleiri álftir í stórum og smærri hópum fuglar sem staldra stutt við hverju sinni.
Undanfarna daga hafa álftirnar okkar verið að plokka gras og gróður í hreiður sitt á Hólmanum í Langeyrartjörn, stundum hefur karlinn hjálpað til en oftar en ekki hefur kerlingin stundað þá vinnu betur.
Það er víðar en á heimilum mannfólksins sem konurnar eru duglegri við heimilisstörfin (svona almennt) Nú er líklegt að varptími álftarinnar sé hafinn og kvenfuglinn farinn að setja sem fastast á hreiðrinu.
Flestir vorfuglarnir sem vanir eru að heimsækja Siglufjörð eru nú mættir og nokkrar tegundirnar farnar að sinna frjóvgunartímabilinu.
Svo voru á mýrunum sunnan Langeyrartjarnar þessar tvær gæsir í heimsókn, en þær voru í gríð og er erg að afla sér fæðu vestast á svæðinu og virtust hafa nóg til átu.
Kannski þær fari að huga að hreiðurstæði í firðinum, hver veit, það væri góð viðbót í flóruna.
Þessar myndir voru teknar í dag eftir hádegið
Undanfarna daga hafa álftirnar okkar verið að plokka gras og gróður í hreiður sitt á Hólmanum í Langeyrartjörn, stundum hefur karlinn hjálpað til en oftar en ekki hefur kerlingin stundað þá vinnu betur.
Það er víðar en á heimilum mannfólksins sem konurnar eru duglegri við heimilisstörfin (svona almennt) Nú er líklegt að varptími álftarinnar sé hafinn og kvenfuglinn farinn að setja sem fastast á hreiðrinu.
Flestir vorfuglarnir sem vanir eru að heimsækja Siglufjörð eru nú mættir og nokkrar tegundirnar farnar að sinna frjóvgunartímabilinu.
Svo voru á mýrunum sunnan Langeyrartjarnar þessar tvær gæsir í heimsókn, en þær voru í gríð og er erg að afla sér fæðu vestast á svæðinu og virtust hafa nóg til átu.
Kannski þær fari að huga að hreiðurstæði í firðinum, hver veit, það væri góð viðbót í flóruna.
Þessar myndir voru teknar í dag eftir hádegið
Athugasemdir