Álftirnar okkar !

Álftirnar okkar ! Það hefur lítið borið á álftaparinu og ungunum þeirra fimm síðustu 3-4 daga. Ástæðan er sú að eftir að fjölskyldan flutti sig frá

Fréttir

Álftirnar okkar !

Álftirnar tvær og fimm ungar þeirra sem dafnað hafa vel
Álftirnar tvær og fimm ungar þeirra sem dafnað hafa vel
Það hefur lítið borið á álftaparinu og ungunum þeirra fimm síðustu 3-4 daga. Ástæðan er sú að eftir að fjölskyldan flutti sig frá Langeyrartjörninni yfir á mýrasvæðið austan flugbrautarinnar þar sem sefgrasið hefur vaxið með miklum hraða.

það er ekki auðvelt að koma auga á þau er álftirnar hvíla sig falin í sefgrasinu, og ungana alls ekki fyrr en álftirnar fara til að afla sér fæðu og ungarnir elta, fæðu sem nóg er af þarna.

Ljósmyndarinn var farinn að óttast á tímabili að eitthvað hefði komið fyrir, og eða álftirnar farið á flakk. Í morgunsólinni í gær birtust þær, honum til ánægju.
Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst