Allt á floti allstaðar!
Fór í smá bíltúr og tók myndir af þessum vatnavexti sem síðustu rigningardagar hafa skapað hér í okkar fagra firði.
Allur fjörðurinn er mórauður, alveg út á Siglunes af leir og drullu sem allir lækir og ár fjarðarins reyna að hafa undan með að flytja allt þetta vatn til sjávar. Hólsá og Skútudalsá eru að breytast í stórfljót.
Eins og sjá má í frétt og í myndbandi hér fyrir neðan lenti Alla Sigga í miklu flóði við Alþýðuhúsið. Vatn bókstaflega flæddi upp úr öllum ræsum fyrir framan húsið, heppin var hún að hafa heilan her af ungu fólki í húsinu sem gat byggt varnarveggi og hindrað stórtjón.
Ég hef heyrt talað um aurskriður í fjöllum ofan varnargarðanna, en vegna mikillar þoku gat ég ekki séð neitt slíkt í dag.
Þjóðlagahátíðin er í góðum gír, bæjarbúar og gestir skemmta sér vel og engin er að klaga yfir veðrinu.
Varnargarðar við Alþýðuhúsið
Mikið vatn austan við flugvöllin
Sunnan við hesthúsin
Sunnan við Stóra Bola, Bolatjörn
Hólsá
Hvanneyrará
Skútudalsá
NB
Athugasemdir