Eru almenningssamgöngur á Eyjafjarðarsvæðinu í uppnámi?
Hallarekstur hefur verið á almenningssamgöngum á Eyjafjarðarsvæðinu allt frá árinu 2012 þegar Eyþing gekk inní samstarf við Vegagerðina um rekstur verkefnissins. Kemur þetta fram í ályktun Eyþings en rekstrarniðurstaða verkefnissins er í miklu ósamræmi við upphaflegar forsendur.
Samkvæmt álktuninni sem er niðurstaða fundar Eyþings frá 3. og 4. okróber þá eru væntingar til þess að forsendur skapist fyrir endurskoðun á uppsögn Eyþings á samningnum við Vegagerðina. Til að þessar forsendur geti breyst eru tvö meginatriði mikilvæg: endurgreiðsla olíugjads og endurskoðun þróunarstyrkja milli landshluta.
Samkvæmt ályktuninni hafa stjórnvöld þó vilja til að auka og bæta þjónustu í almenningssamgöngum. "Fundurinn fagnar því að nú sé að störfum nefnd um almenningssamgöngur á vegum innanríkisráðuneytisins og bindur miklar vonir við niðurstöður þeirrar nefndar. Fundurinn bendir á mikilvægi þess að frumvarp til laga um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni nái fram að ganga með því mun einkaleyfið vera tryggt".
Athugasemdir