Ánægð börn í nýrri kennslustofu

Ánægð börn í nýrri kennslustofu Á leikskóla er gaman, það leika allir saman, þeir leika úti og inni og allir eru með............líklega þekkja öll börn og

Fréttir

Ánægð börn í nýrri kennslustofu

Duglegir og glettnir krakkar
Duglegir og glettnir krakkar

Á leikskóla er gaman, það leika allir saman, þeir leika úti og inni og allir eru með............líklega þekkja öll börn og foreldrar þetta lag enda fylgir því mikil gleði líkt og börnunum sjálfum. Ekki var annað uppá teningnum við innlit í nýja skólastofu leikskólanns á Siglufirði. 

Aðstaða barnanna í nýju skólastofunni er alveg til fyrirmyndar segir Víbekka. Það hefði verið gott að vera með aðeins stærri hvíldarherbergi en það er þó alveg í fínu lagi, við skiptum krökkunum bara í tvo hópa í hvíldartímanum. Helen Meiers tekur í sama streng meðan hún teypar rauða öryggisrönd á nýja hillu í forstofunni, og segir skólastofuna vera mjög góða.

Duglegir krakkar

Inni var bæði hlýlegt og snyrtilegt og sérlega gaman að sjá hugmyndaflugið nýtt í bókahillunum þar sem gamlir Cheerios kassar höfðu verið nýttir fyrir hyrslur. 

Krakkarnir voru ekki að hnoða leir þegar frétamann bar að garði, en þau voru að lita........þið ættuð bara vita, hve allir eru duglegir á leikskólanum hér.  

Duglegir krakkar

Duglegir krakkar

Duglegir krakkar

Duglegir krakkar

Víbekka lítur inn í hvíldarherbergið þar sem strákarnir ærslast um í sófanum, fullir af orku eftir góðan nætursvefn.

Duglegir krakkar

Duglegir krakkar


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst