Glæsilegt jólatré og ánægjuleg stund í Siglufjarðarkirkju
Það voru ánægð börn sem gengu inní Siglufjarðarkirkju í Sunnudagaskólann síðastliðinn sunnudag en við þeim blasti stórglæsilegt stærðarinnar jólatré skreittum fallegum kúlum, borðum og englum.
Á trénu var búið að koma fyrir gylltum jólakúlum með nöfnum þeirra barna sem mætt hafa í Sunnudagaskólann og mátti því sjá börnin skoða kúlurnar vel og leita eftir nöfnum sínum.
Ekki voru kræsingarnar síðri sem biðu á efri hæðinni. Súkkulaðikökur, smákökur og ljúffengt laxasalat rann vel ofan í börn og fullorðna meðan þeir spreyttu sig á að skreyta piparkökur, lita myndir og spjalla um daginn og veginn.
Athugasemdir