Ánægjulegt að verða vitni að samstöðu bæjarbúa

Ánægjulegt að verða vitni að samstöðu bæjarbúa ,,Það var ánægjulegt að verða vitni að hinni miklu samstöðu sem ríkir meðal Siglufjarðarbúa í kjölfar

Fréttir

Ánægjulegt að verða vitni að samstöðu bæjarbúa

Sigmundur Davíð á Siglufirði
Sigmundur Davíð á Siglufirði

,,Það var ánægjulegt að verða vitni að hinni miklu samstöðu sem ríkir meðal Siglufjarðarbúa í kjölfar flóðanna. Engum dylst að bæjarbúar hjálpast að og ætla sér að leysa verkefnin eins og þau blasa við,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í samtali við siglo.is.

Forsætisráðherra var á Siglufirði í gær og kynnti sér aðstæður, en sem kunnugt er urðu skemmdir á fjölda húsa og mannvirkja þar í miklu rigningarflóði síðastliðin föstudag.

Forsætisráðherra sagði að skemmdir væru umtalsverðar og augljóst að tjón margra íbúa væri talsvert. ,,Ég átti þess kost að fara um bæinn og ræða við fólk. Æðruleysi fólks er aðdáunarvert en miklu máli skiptir að skjót viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir að enn meira tjón yrði. Bæjarbúar hafa nú þegar unnið mikið þrekvirki við að bæta skemmdir og þrífa eftir flóðið,“ segir forsætisráðherra.

Að sögn forsætisráðherra er nú verið að afla upplýsinga og kortleggja stöðu mála á Siglufirði, með tilliti til hugsanlegs atbeina stofnana ríkisins að endurreisnarstarfi. Einnig skipti miklu máli að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að minnka líkur á að svona ástand skapist aftur.

Sigmundur Davíð skoðar aðstæður

Birgir bæjarverkstjóri lýsir því hvernig vatnsaginn safnaðist við varnargarðana og rann niður eftir þeim. 

Sigmundur Davíð skoðar aðstæður

Miklar aurskriður ofan við varnargarðana.

Sigmundur Davíð skoðar aðstæður

Aurinn safnast við garðana og vatnsaginn leitar suðureftir og niður að húsum suðurgötunnar. 


Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst