Árleg inflúensa komin norður

Árleg inflúensa komin norður Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslustöðinni á Akureyri er inflúensufaraldur kominn norður. Síðustu viku hefur fjöldi

Fréttir

Árleg inflúensa komin norður

Akureyri. Mynd; akureyri.is
Akureyri. Mynd; akureyri.is

Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslustöðinni á Akureyri er inflúensufaraldur kominn norður. Síðustu viku hefur fjöldi sýna sem kemur á veirudeild Landspítala farið vaxandi, og inflúensa B er oftast staðfest.
Enginn hefur greinst með inflúensu A, eða svínaflensu, á undanförnum vikum.

Inflúensan sem nú gengur yfir hefur klassísk sjúkdómseinkenni, veikindin hefjast mjög skyndilega með háum hita og bein- og vöðvaverkjum. Sýklalyf virka ekki á inflúensuna og aðeins í verstu tilfellum er gefið inflúensulyf.

Veikindin vara í 7-10 daga og brýnt er fyrir fólki sem hefur veikst að ná sér alveg að fullu áður en haldið er aftur til vinnu eða skóla. Mikilvægt er að drekka mikið af vökva, gott er ef hann er viðbættur sykri og smá salt, og verkjalyf má nota óspart á meðan hiti og verkir eru áberandi.

Ekki er ástæða til að leita á læknavaktina með inflúensuna nema einkenni hennar séu þeim mun alvarlegri, því engin sérstök meðferð er við inflúensu.
Æskilegt er að hafa samband við heimilislækni eða vaktlækni ef einkenni eru talin alvarleg.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst