Arnar Herbertsson færir málverk að gjöf
Arnar Herbertsson listmálari hefur fært Síldarminjasafninu tvö málverk að gjöf. Þau eru máluð undir áhrifum „mekanisma“
síldarverksmiðjanna og ber þar fyrir nöfn SRN og SR 46 sem voru meðal níu verksmiðja Siglufjarðar. Arnar hefur frá ungdómsárum
sínum á Siglufirði unnið sífellt að list sinni, grafík og málverki meðfram skilta- og húasmálun. Hann var félagi í
SÚM-ara í Reykjavík seint á sjöunda áratugnum, brautryðjenda í Popp-listinni. Arnar hefur haldið margar einkasýningar auk þess
að taka þátt í samsýningum.
Þekkt er átthagatryggð Arnars sem hefur komið fram með skýrum hætti í mörgum myndum hans.
Þess má geta að eiginkona Arnars er Kristjana Aðalsteindóttir, systir Eysteins í Fiskbúðinni og Hinriks og Guðfinns, en báðir eru
þeir látnir.
Arnari eru færðar bestu þakkir fyrir góðar gjafir til safnsins fyrr og síðar.
Athugasemdir