Ársfundur Síldarminjasafns Íslands ses

Ársfundur Síldarminjasafns Íslands ses Ársfundur Síldarminjasafnsins var haldinn í morgun, mánudaginn 16. apríl. Farið var yfir ársskýrslu

Fréttir

Ársfundur Síldarminjasafns Íslands ses

Ársfundur Síldarminjasafnsins var haldinn í morgun, mánudaginn 16. apríl. Farið var yfir ársskýrslu safnstjóra þar sem fram kom að árið 2011 hefði verið mjög gott í rekstri safnsins.

Gestafjöldi ársins sló öll fyrri met, en tæplega 20.000 manns heimsóttu Síldarminjasafnið á síðasta ári, og er um að ræða 60% fjölgun frá árinu 2010. Auk þess greiddi safnið niður eftirstöðvar skulda sinna frá uppbyggingu Bátahússins og er nú skuldlaust.

Á árinu 2011 var unnið að fjölmörgum verkefnum auk almenns reksturs. Bátasmíðaverkefni fór fram í Slippnum á haustdögum, Jónsmessuhátíð var haldin í júní, þónokkur viðgerð fór fram á Hlíðarhúsi og dyttað var að safnhúsunum. Eitt ánægjulegasta viðfangsefni Síldarminjasafnsins á síðasta ári var útgáfa bókarinnar Sögu úr síldarfirði í samvinnu við Uppheima.

Rafræn skráning safngripa í Sarp, menningarsögulegan gagnagrunn var einnig stór hluti af starfi síðasta árs. Á árinu 2011 voru skrásettar 62 nýskráningar þar sem hver skráning inniheldur einn eða fleiri fjölda gripa. Skráningar Síldarminjasafnsins í Sarp nálgast nú 200.

Á árinu 2012 liggja fyrir fjölmörg verkefni, en mikilvægasta verkefni ársins er frágangur safnlóðarinnar. Miklar breytingar urðu á umhverfi safnsins er nýr vegur var lagður síðasta haust. Á vordögum verður hafist handa við smíði bryggjupalla milli safnhúsanna þriggja, auk þess sem unnið verður að bættu aðgengi og fegrun svæðisins. 

http://sild.is/

Mynd: GJS


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst