Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016 er hafin á skrifstofum sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Akureyri, Húsavík, Siglufirði og Dalvík.
Að þessu sinni er jafnframt unnt að greiða atkvæði utankjörfundar hjá kjörstjórum sýslumanns á skrifstofum sveitarfélaganna Grýtubakkahrepps, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Langanesbyggðar. Enn fremur á skrifstofum Norðurþings á Kópaskeri og Raufarhöfn og á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey. Þá fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Grímsey fram hjá kjörstjóra í Miðtúni.
Afgreiðslutími vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar er á almennum opnunartíma hverrar skrifstofu. Frá 13. júní verður þó unnt að greiða atkvæði á skrifstofu embættisins á Akureyri til kl. 18:30 virka daga. Jafnframt verður hægt að kjósa laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní á skrifstofum embættisins á Akureyri, Húsavík og Siglufirði. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunum www.syslumenn.is og www.kosning.is.
Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis.
8. júní 2016
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Athugasemdir