Auðvitað
Eina leiðin til að vita hvað í sambandsaðild felst er að fara í samningaviðræður og hafa það svart á hvítu. Ég er orðin hundleið á öllum þessum sérfræðingum sem ímynda sér hitt og þetta byggt á hinu og þessu sem kannski eða kannski ekki er rétt. Ég hef setið fleiri fundi en ég nenni að muna um efnið og veit að það eru álitamál en úr þeim fæst ekki skorið nema með aðildarviðræðum.
Hvenær ætlar Alþingi Íslendinga að gefa okkur leyfi til að vita sannleikann? Það er blátt áfram fáránlegt að ætla íslensku þjóðinni að greiða atkvæði um eitthvað sem enginn veit. Eina vitið er að greiða atkvæði þegar við vitum það.
Óupplýst þjóð liggur í skuldafeni, upplýstar ákvarðanir eru það sem við þurfum og þá ákvörðun getum við tekið þegar við sjáum hvað í samningi við Evrópusambandið felst. Fyrr ekki. Þeir sem vilja halda áfram að halda okkur í myrkri hvað þetta varðar hafa einhverja aðra hagsmuni í huga en íslensku þjóðarinnr.
Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst |
Athugasemdir