Auglýsing tekin upp á Siglufirði.

Auglýsing tekin upp á Siglufirði. Siglo.is barst eftirfarandi bréf frá Sigurði Frey Björnssyni varðandi upptökur á auglýsingu fyri TM.

Fréttir

Auglýsing tekin upp á Siglufirði.

Gamli tíminn
Gamli tíminn


Siglo.is barst eftirfarandi bréf frá Sigurði Frey Björnssyni varðandi upptökur á auglýsingu fyri TM.

Kæru Siglfirðingar.

Dagana 21.-23. janúar næstkomandi verður Jónsson & Le'macks auglýsingastofa í kvikmyndatökum á Siglufirði fyrir TM – Tryggingamiðstöðina. Um er að ræða metnaðarfullt verkefni, sjónvarpsauglýsingu sem segir litla ástarsögu sem á sér stað í bænum á tímabilinu 1982-1992. Siglufjarðarbær verður í aðalhlutverki í þessari auglýsingu. Helst má þar nefna götur í miðbænum; Suðurgötuna, torgið við Aðalgötu/Gránugötu, Kirkjustíg, Eyrargötu og Snorragötu.

Þar sem auglýsingin gerist á 8. og 9. áratugnum mega ekki sjást nýlegir bílar í myndrammanum. Staðsetningarstjóri í þessu verkefni verður Gaukur Gunnarsson og mun hann hafa samband við einhverja íbúa í tilheyrandi götum vegna þessa.

 Við viljum þakka fyrir frábærar móttökur og samskipti við Siglfirðinga, við vonumst til að valda bæjarbúum sem allra minnstu ónæði og auglýsingin verði Siglufirði til sóma.

 Virðingarfyllst

Sigurður Freyr Björnsson

Framleiðslustjóri

siggifreyr@jl.is – 660 7662


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst