Aukið fjármagn til frístunda

Aukið fjármagn til frístunda Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að Frístundastyrkur í Fjallabyggð hefur verið hækkaður og aldursbil þess sem hann geta

Fréttir

Aukið fjármagn til frístunda

Söngnám styrkhæft. Ljósmynd www.fjallabyggd.is
Söngnám styrkhæft. Ljósmynd www.fjallabyggd.is

Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að Frístundastyrkur í Fjallabyggð hefur verið hækkaður og aldursbil þess sem hann geta nýtt hefur einnig verið aukið. Þannig eru 9 þúsund krónur í boði fyrir hvert barn á aldrinum 4-18 ára. Kemur þetta fram á vef Fjallabyggðar. 

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 voru samþykktar breytingar á reglugerð um frístundastyrk Fjallabyggðar. Ákveðið var að breyta aldursviðmiðum þannig að nú geta börn á aldrinum 4 - 18 ára fengið frístundastyrk, var áður 6 - 18 ára. Einnig var ákveðið að hækka styrkinn frá fyrra ári og er hann nú samtals að upphæð níu þúsund krónur. Foreldrar og forráðamenn barna munu á næstu dögum fá bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar þar sem þessar breytingar eru kynntar. 

Hægt er að nota frístundaávísanir hjá þeim aðilum sem gert hafa samkomulag við Fjallabyggð um slíkt. Skiptir þá ekki máli hvort verið sé að greiða fyrir t.d. æfingagjöld, keppnisgjöld, æfingagalla, sund, líkamsrækt eða tónskólagjöld, svo framarlega sem viðkomandi aðili tekur við greiðslunni og kostnaðurinn tengist frístund viðkomandi, er hægt að nota ávísunina.

Hægt er að nýta frístundastyrkinn hjá eftirtöldum íþróttafélögum og einstaklingum:

- Golfklúbbur Ólafsfjarðar
- Golfklúbbur Siglufjarðar
- Hestamannafélagið Glæsir
- Hestamannafélagið Gnýfari
- Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
- Skotfélag Ólafsfjarðar
- Skíðafélag Ólafsfjarðar
- Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg
- Snerpa, íþróttafélag fatlaðra
- Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar
- Ungmennafélagið Glói
- Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar
- Tónskóli Fjallabyggðar
- Skíðasvæðið í Tindaöxl
- Skíðasvæðið í Skarðsdal
- Lísebet Hauksdóttir (fimleikar og bandý)
- Ásdís Sigurðardóttir (sund )

Reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar er hægt að finna hér á heimasíðunni (undir útgefið efni /samþykktir og reglur). 

Ef einhverjar spurningar vakna geta foreldrar/forráðamenn sent fyrirspurn á Hauk Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið; haukur@fjallabyggd.is eða í síma 464 9100.

Heimild www.fjallabyggd.is 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst