Aukið þjónustustig hjá Rauðku og Sigló Hótel
Rauðka og Sigló Hótel munu nú auka þjónustustigið við bæjarbúa og aðra gesti þar sem starfssemi Kaffi Rauðku færist yfir á Sigló Hótel yfir vetrartímann undir merkjum Sunnu Bars. Verður þannig hægt að sækja veitingaþjónustu alla daga frá klukkan 12-23. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Sigló Hótel.
"Þjónusta Kaffi Rauðku mun nú flytja inná Sigló Hótel undir merkjum Sunnubars yfir vetrartímann frá og með fimmtudeginum 15.október.
Með þessu verður okkur kleyft að bjóða aukna og stöðuga þjónustu allt árið um kring og lengri opnunartíma:
- Sunnubar verður opinn alla daga frá klukkan 12-23 frá og með 15.október.
- Restaurant Sunna er opinn alla daga frá klukkan 18-22.
- Sigló Hótel opið allt árið um kring.
Tilgangur áherslubreytingarinnar er tvíþættur:
1. Með þessu viljum við setja aukna áherslu á gæði og stöðugleika þeirrar þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar allt árið um kring.
2. Með þessu setjum við einnig aukna áherslu á viðburði, skemmtanir og einkasamkvæmi eða veisur á veitingastöðunum Hannes Boy og Kaffi Rauðku yfir vetrarmánuðina og tryggjum þannig að salarkynni okkar styðji sem best við þjónustu Sigló Hótels á vetarrmánuðunum."
Athugasemdir