Báðir markmennirnir Siglfirðingar
Sigurður Helgason sendi okkur þessar upplýsingar um markverðina í landsleiknum í knattspyrnu um helgina. Siglfirðingar eiga tvo fulltrúa í enska boltanum. Grétar hjá Bolton eins og flestir vita. Hinn er Gunnar Nielsen leikmaður Manchester City. Móðir hans heitir Stefanía María Jóhannsdóttir og er frá Siglurfirði, dóttir Jóhanns skólastjóra.
Gunnar lék á þriðjudaginn með varaliði Manchester City gegn Bolton, Man City vann 5-1. Gunnar kom til Mancester City frá Blackburn Rovers núna í janúar glugganum, þannig að væntanlega hefur Mark Hughes einhverja trúa á kappanum, því hann er jú fyrrverandi framkvæmdastjóri Blackburn.
Það skildi þó aldrei vera að á sunnudag yrðu "tveir Siglfirðingar" markmenn í landsleik Íslands gegn Færeyjum. Gunnar í marki Færeyja og Stefán Logi í marki Íslands. Væri gaman.
Hér er úrdráttur af boltavaktinni á visir.is
69' Aftur frábær markvarsla
Siglfirðinugrinn Gunnar Nielsen er að fara á kostum í færeyska markinu. Nú varði hann skot Matthíasar Vilhálmssonar á einkar glæsilegan máta. Hann er einnig gríðarlega öruggur í öllum sínum aðgerðum og er einfaldlega lang, lang, langbesti leikmaður vallarins.
49' Fyrsta færið í seinni hálfleik
Ísland átti aukaspyrnu á hægri kantinum. Boltinn barst inn á teig þar sem Atli Sveinn, enn og aftur, var í ágætu skallafæri en lét verja frá sér. Siglfirðingurinn á milli stanganna er búinn að eiga mjög góðan dag.
38' Úff! Þvílík markvarsla
Það var brotið á Rúrik á hættulegum stað og Jóhann Berg tók spyrnuna. Hún var einkar vel tekin og stefndi boltinn efst í markhornið en þar var markvörðurinn Gunnar Nielsen mættur og varði stórglæsilega. Boltavaktinni skilst reyndar að téður Gunnar, sem er á mála hjá Manchester City, sé hálfur Siglfirðingur.
25' Ágætt færi
Ísland fékk sitt annað horn í leiknum og aftur skapaðist hætta við færeyska markið. Í þetta sinn átti Atli Sveinn skalla að marki sem Gunnar varði vel.
Og hér er úrdráttur frá Færeyjum.
Vit høvdu ein málmann í heimsflokki í dag. Einki er at ivast í, at Gunnar Nielsen átti sín stóra part í sigrinum í dag.
Heðin Askham er ikki bangin fyri at framheva unga málverjan úr Manchester City, sum spældi sín fyrsta A-landsdyst í dag. Hóast hann er nøgdur við innsatsin hjá øllum liðnum, so var landsliðsvenjarin eisini stak væl nøgdur við innsatsin hjá Símuni Samuelsen, serliga í fyrra hálvleiki, og yvir tann myndugleika og góða spæl, sum Fróði Benjaminsen vísti á miðjuni.
Við þökkum Sigga Helga kærlega fyrir upplýsingarnar.
Athugasemdir