Bæjarstjóri Fjallabyggðar styður samningaleiðina

Bæjarstjóri Fjallabyggðar styður samningaleiðina Sautján bæjarstjórar um allt land, sem starfa fyrir ólíka meirihluta og í ólíkum samfélögum hafa

Fréttir

Bæjarstjóri Fjallabyggðar styður samningaleiðina

ljósm. S.K.
ljósm. S.K.

Sautján bæjarstjórar um allt land, sem starfa fyrir ólíka meirihluta og í ólíkum samfélögum hafa sameinast um yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa stuðningi við svonefnda samningaleið við stjórnun fiskveiða.


Samningaleiðin felur meðal annars í sér að hætt verði að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma og að greitt verði fyrir nýtingarréttinn, þannig að afraksturinn skili sér með beinum hætti til hins opinbera.

Bæjarstjórarnir telja að með þessu móti væri stórt skref stigið í átt að aukinni samfélagssátt og hvetja þeir stjórnvöld til að fara þessa leið og skapa ekki frekara óöryggi um grundvallar atvinnugrein þjóðarinnar.

Bæjarstjórarnir eru þeir:

Elliði Vignisson ( Vestmannaeyjum), Kristinn Jónasson ( Snæfellsbæ), Róbert Ragnarsson ( Grindavík), Eyrún Sigþórsson (Tálknafjarðarhreppur), Eiríkur Björn Björgvinsson ( Akureyri ),Guðný Sverrisdóttir ( Grýtubakkahreppur), Ólafur Hr. Sigurðsson ( Seyðisfirði), Hjalti Þór Vignisson ( Hornafirði) , Gunnólfur Lárusson ( Langanesbyggð ), Bergur Elías Ágústsson( Norðurþing ), Páll Björgvin Guðmundsson ( Fjarðarbyggð ), Eyþór Arnalds ( Árborg), Elías Jónatansson( Bolungarvík), Árni Sigfússon ( Reykjanesbæ) Ásmundur Friðriksson ( Garðinum), Sigurður Valur Ásbjarnarson( Fjallabyggð).


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst