Bæjarstjórn hundsar áskorun

Bæjarstjórn hundsar áskorun Á bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar í gær þann 12.desember lá fyrir tillaga frá Sólrúnu Júlíusdóttur öðrum bæjarfulltrúa

Fréttir

Bæjarstjórn hundsar áskorun

Grunnskóli Siglufjarðar
Grunnskóli Siglufjarðar

Á bæjarstjórnarfundi Fjallabyggðar í gær þann 12.desember lá fyrir tillaga frá Sólrúnu Júlíusdóttur öðrum bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins um frestun á byggingarframkvæmdum við viðbyggingu grunnskólanns á Siglufirði.

Jafnframt lá frammi áskorun frá 20 iðnfyrirtækjum og iðnaðarmönnum í Fjallabyggð um að framkvæmdum verði frestað.

Bæjarstjórn felldi tillöguna með nafnakalli og hundsaði þar með áskorun iðnfyrirtækjanna. Þessir bæjarfulltúar felldu tillöguna:

Þorbjörn Sigurðsson (D) Guðrún Hauksdóttir (D) Margrét Harðardóttir (D) Sigurður Hlöðversson (V) Helga Helgadóttir (S)

Í tillögu Sólrúnar kom fram að fyrirhuguð sé stórframkvæmd Rauðku ehf við Hótel Sunnu á Siglufirði. Rauðka ehf hefur undanfarna vikur kannað möguleika á að Hótel byggingin verði samstarfsverkefni iðnaðarmanna í Fjallabyggð og byrja framkvæmdir í janúar nk.Með því móti væri hægt að tryggja verkefni fyrir iðnfyrirtæki í byggðalaginu. Öllu samfélaginu til framdráttar. Hótel Sunna er er ein stærsta einkaframkvæmd á síðari tímum í Fjallallabyggð. Áætlað er að byggja hótelið á sextán mánuðum.Ef að áætlun gengur eftir þá yrðu að jafnaði 60 iðnaðarmenn starfandi við framkvæmdina. 

Hótel Sunna er um átta sinnum stærra verkefni en viðbygging grunnskólanns.  Það má vera öllum ljóst að ekki eru til nógu margir starfandi iðnaðarmenn í Fjallabyggð til að manna jafn stórt verkefni og Hótel Sunnu. Hvað þá ef að skólabyggingin verður byggð á sama tíma.

Það má því ætla að sagan endurtaki sig frá þeim tíma þegar byggt var við grunnskólann í Ólafsfirði. Eitt af stóru verktakafyrirtækjunum tekur annaðhvort verkið og reynir síðan að fá til sín heimamenn sem undirverktaka. Mikil skamtíma spenna myndast sem að fjarar út árið 2015. 

 

Grein innsend: Róbert Guðfinnsson


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst