Bændaglíma og lokahóf Golfklúbbs Siglufjarðar

Bændaglíma og lokahóf Golfklúbbs Siglufjarðar Bændaglíma og lokahóf Golfklúbbs Siglufjarðar voru haldin laugardaginn 19 sept. Bændaglíman hófst kl. 13.

Fréttir

Bændaglíma og lokahóf Golfklúbbs Siglufjarðar

Sigurvegarar í mótaröð GKS. 2009. Arnar Freyr Þrastarson, Ingvar Hreinsson og Þórey Guðjónsdóttir.
Sigurvegarar í mótaröð GKS. 2009. Arnar Freyr Þrastarson, Ingvar Hreinsson og Þórey Guðjónsdóttir.
Bændaglíma og lokahóf Golfklúbbs Siglufjarðar voru haldin laugardaginn 19 sept. Bændaglíman hófst kl. 13. Var keppt þar í liðakeppni undir stjórn þeirra stórbænda Runólfs Birgissonar og Guðmundar Stefáns Jónssonar . Lögð hafði verið þrautabraut eftir vellinum við misjafna gleði keppenda. Þarna þurftu keppendur að vippa í dekk, Skjóta í gegnum dekk og rör auk þess að fara framhjá ýmsum hindrunum, Boðið var upp á smá hressingu á leiðinni.
Lokahófið var haldið um kvöldið í Slysavarnahúsinu. Voru þar veitt ýmis verðlaun. Lokaniðurstaða í mótaröð GKS varð sú að í 1. sæti varð Ingvar Hreinsson, í 2. sæti Þórey Guðjónsdóttir og í 3. sæti Arnar Freyr Þrastarson. Mesta forgjafarlækkun sumarsins var hjá Huldu G. Magnúsardóttur 12,2.
Klúbbmeistarar 2009 urðu Ingvar Hreinsson, Grétar Bragi Hallgrímsson og Hulda G. Magnúsardóttir.



Unglingameistari GKS. 2009.
Ásbjörn Freyr Jónsson. (barnabarn Ásu Jóns og Sigurbjörns Jóhannss).


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst