Bankahitamælirinn bilaði.
sksiglo.is | Afþreying | 11.06.2013 | 12:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 548 | Athugasemdir ( )
Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég sakna þess
að geta ekki séð hitastig og aðrar upplýsingar á flettiskiltinu utan á gamla Sparisjóðnum.
Hversu oft er maður búin að sjá , til dæmis á feisbúkk
grobbmyndir af hitastiginu á Sigló? Og þá var þessi bankahitamælir mjög oft í aðalhlutverki.
Það væri nú gaman ef þetta væri nú lagað svo við getum
aftur farið að taka myndir af hitastiginu aðalega til þess að spæla þá sem eru annars staðar á landinu.
Svo má alveg að sjálfsögðu slökkva á þessum mæli ef
hitastigið fer niður fyrir 5 stig. Þá þarf ekkert að vera að taka myndir af honum.
Svo koma nokkrar myndir af góða veðrinu á Sigló.
Athugasemdir