Barmmerki til styrktar Síldarævintýrinu
Gengið verður í hús á Siglufirði um helgina og eitthvað fram í næstu viku og íbúum boðið að kaupa barmmerki til styrktar
Síldarævintýrinu. Merkið kostar 1.000 krónur og eru þeir heimamenn sem hyggjast kaupa merki hvattir til að hafa lausafé við höndina.
Merkið veitir börnum aðgang að töfranámskeiði Einars Mikaels sem haldið verður á Allanum föstudaginn 2. ágúst kl. 15:00 og
aðgang að „Hestasporti“ – en fjölskyldan á Sauðanesi verður eins og undanfarin ár með hesta sína á svæðinu og geta
börn fengið að fara á bak. Að þessu sinni verða hestarnir á lóðinni norðan við Alþýðuhúsið, sunnudaginn 4.
ágúst kl. 13:00.
Dagskrá hátíðarinnar ætti að hafa borist með póstinum á öll heimili í Fjallabyggð í dag. Hún er vegleg og
fjölbreytt, og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði ungir og aldnir.
Heimamenn – styrkjum Síldarævintýrið og nælum öll í okkur barmmerki!
Ef einhverjir verða ekki heima þegar gengið er í hús - en langar þó í merki - þá verða merkin til sölu á eftirfarandi stöðum í næstu viku: Síldarminjasafninu, Torginu, Allanum og Siglósport.
Athugasemdir