Bergþór Morthens á leið í Masters nám í myndlist í Svíþjóð.
Bergþór Morthens á leið í Masters nám í myndlist í Svíþjóð.
Bergþór Morthens verður með yfirlitssýningu á verkum sínum sem hann hefur unnið á þeim tíma sem hann hefur verið á
Siglufirði.
Hann segir sjálfur frá því á facebook síðu sinni að þetta marki ákveðin tímamót og nýtt upphaf í
listsköpun hans. Hann hefur ákveðið að stilla verkunum í hóf og bjóða fólki upp á einstakt tækifæri til þess að
fjárfesta í myndlist á gjafaverði og styrkja listamanninn um leið.
Sýningin er í Gallerí Rauðku (Bláa húsinu). Formleg opnun er laugardaginn 8. Júní kl. 15:00 og stendur sýningin fram yfir
17.Júní.
Þetta verður vafalaust mjög skemmtileg sýning á nýjum og eldri verkum þessa magnaða listamanns. Að mínu mati er þarna á
ferðinni alveg hreint magnaður listamaður sem maður væri ekki svikinn að eiga mynd eftir. Og þarna er komið gott tækifæri á að ná
sér í flott listaverk á góðum prís.
Vonandi koma Berþór og fjölskylda aftur til okkar á Sigló eftir námið og reyndar held ég að það sé stefnan. Ég allavega vona það alveg innilega.
Athugasemdir