Bergþór Morthens með sýningu í Gautaborg

Bergþór Morthens með sýningu í Gautaborg Bergþór Morthens tekur þátt í nemandasýningu Valand Akademin í Gautaborg þessa dagana. Hann er að ljúka 2 ára

Fréttir

Bergþór Morthens með sýningu í Gautaborg

Bergór Morthens listamaður
Bergór Morthens listamaður

Bergþór Morthens tekur þátt í nemandasýningu Valand Akademin í Gautaborg þessa dagana.
Hann er að ljúka 2 ára mastersnámi í myndlist og er þetta útskriftarsýning hans og samnemenda hans í myndlist og ljósmyndun. Hægt er að skoða þessa sýningu nánar hér: Valand15.com.

Bergþór hefur á þessari sýningu sett upp skemmtilega seríu með nærmyndum af andlitum stjórnmálamanna og kvenna sem hafa fengið tertur í andlitið og hann lætur litríkar leifar af tertunum leka út munni, nefi, augum og eyrum. Skynvit sem annars hafa kannski verið upptekinn við að taka inn og miðlað lygi og öðrum ljótum áróðri.  


Listamaðurinn stoltur með sköpunarverk sín í bakgrunninum.

Þetta verk hefur breyst og þroskast mikið hjá þér miðað við fyrstu tilraunir sem ég sá hjá þér í fyrra?

"já þetta er búið að vera langt og erfitt ferli en líka lærdómsríkt og þroskandi fyrir mig sem listamann og persónu".

Hvað tekur við núna, 2 ár liðin og masterstitillinn klár eftir tæpan mánuð?

"Núna er ég að klára námið og svo er ég líka að leita mér að stúdíó aðstöðu hér í Gautaborg. Við fjölskyldan höfum ákveðið að það liggi svo sem ekkert á að flytja til baka. Öllum líður vel og þrátt fyrir húsnæðiserfiðleika þá hefur þetta allt reddast og gengið upp hjá okkur."

En fáum við þá ekkert að sjá ykkur aftur í Fjallabyggð?

"Jú, jú hafðu nú engar áhyggjur af því, ég mun verða með annan fótinn í Fjallabyggð í sumar og haust og líklega um alla framtíð."

Það var nú gott að heyra og takk fyrir spjallið.

Hér fyrir neðan getið þið séð myndir frá þessari fínu sýningu hans Bergþórs.

 

Myndir og Texti: Nonni Björgvins


Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst